
Krakkar að dansa fyrir utan University of Berkeley
Mikið rosalega var þetta flottur laugardagur :) ÉG var að tala við mömmu og pabba á skype í morgun þegar það var dinglað hjá þeim og mamma fékk þennan rosa flotta blómvönd. Ha ha frá mér og ég vissi ekkert hvort að hún fengi hann eða ekki. Þannig var það nefnilega að um síðustu helgi var ég vakandi frameftir og var að hlusta á Bylgjuna og þáttinn hennar Valdísar. Valdís var eitthvað að tala um að fólk gæti hringt eða sent tölvupóst ef þeim fyndist einhver eiga skilið blómvönd :) og ég sendi bréf sem var svona:
Sæl Valdís
Ég sit hér í Oakland í Bandaríkjunum og er á leiðinni í háttin. Klukkan orðin 1.20 og ég var að hlusta á þáttinn þinn sem var rétt að byrja. Mikið er þetta internet frábært. Maður getur bara setið úti í heimi og hlustað á Bylgjuna sína. ;)
þú vildir fá ábendingar um hver ætti skilið blóm í tilefni dagsins.
Ég fékk eina manneskju upp í hugan þegar ég heyrði þig tala um blóm.
Hún mamma mín er svo frábært manneskja. Hún hefur í fyrsta lagi alið mig svona líka vel upp :)
Já hún er svo heil persóna. Þegar ég var að alast upp sem barn og unglingur heyrði ég hana aldrei hallmæla neinum. Hún hefur stutt mig í gegnum allt lífið og alltaf ýtt undir að ég prófaði hitt og þetta og að ég léti drauma mína rætast. Ég væri sjálfsagt ekki hér í Kaliforníu að láta enn einn drauminn minn rætast nema af því að hún var svo jákvæð út í það að ég færi hingað. (er hér í nokkra mánuði að læra ljósmyndun)
Hún er lítillát, vill ekki láta á sér bera, er skemmtilegur félagi, traust og hugsar fyrst um aðra áður en hún hugsar um sínar þarfir.
Já þess vegna ætti hún að fá blóm, kannski líka af því að hún yrði brjáluð ef að hún vissi að ég væri að skrifa til þín um hana :)
Já hún er besta mamma sem ég á
Kveðja
Guðbjörg Harpa
Já og svo var ég ekkert búin að tala um þetta við þau né þau við mig þannig að ég hélt að ég hefði bara ekkert verið heppin í þetta skiptið. EN fólk var bæði búið að spyrja mömmu og pabba hvort að hún væri búin að fá blóm, þau höfðu ekki heyrt neitt um þetta því þau hlusta náttúrulega bara á ÍSLENSKA stöð (eins og pabbi segir) sem sagt rás 1 og 2.
FInnst ykkur þetta ekki skemmtileg saga. Mér fannst eiginlega frábærast að ég skildi akkúrat vera að tala við hana á skype. Hún fékk þetta líka litla skítaglott á andlitið þegar hún sá einhvern koma með blóm og ég fattaði ekki neitt. Hélt að pabbi væri að gefa henni blóm í tilefni konudagsins haha jájá svona er maður nú fattlaus :)
EN ég fór líka á Holgu námskeið í dag. Sat í tvo tíma og hlustaði á mann tala um plastmyndavélar og hann sýndi okkur myndir og allskyns dótamyndavélar. Var bara fínt og nú á ég sem sagt nýja myndavél sem er öll úr plasti og ég veit ekkert hvernig myndirnar koma til með að koma úr henni. Allar Holgurnar eru misjafnar og maður getur átt von á hverju sem er úr þeim :)
Veðrið var alveg geggjað í dag og ég fór á göngugötu að rölta. Sá þar konu sem var að selja steina og alskyns dót, keypti mér geggjað flottan amityst stein (hún sagði að hann væri mjög heilandi og ég vissi það ekki hún sagði hann öflugastan af öllum) hissa á því. EN hann er mánaðarsteinninn minn líka og mér finnst hann svo fallegur. Tek mynd af honum bráðum :)
Núna sit ég bara og hlusta á sálma með Ellen Kristjáns og á eftir ætla ég að dúllast við einhverjar myndir.
knús og góða nótt
Harpa
4 ummæli:
Æi hvað þetta var fallegt hjá þér og það er satt mamma þín átti sko skilið að fá blómin...
þess vegna ert þú svona yndisleg ;)
Hafðu það gott ;)
Hæ Harpa mín! Ég þakka þér fyrir blómin það var skemmtilegt krydd í tilveruna.Ég hef verið að pæla í myndini af þér,ég hélt að þú værir mun laglegri.Ég er að spekulera í hvora ættina þú líkist meira.Bið að heilsa gaman að heyra í þér í kvöld kv.Mamma
Þú ert alltaf bestasta besta elsku Harpa. hjá mér var klukkan akkurat í þessu að slá 00.00.03 þann 20.2.2007 Til hamingju með daginn snúllan.. kv Rugreb
hey.... klukkan á netinu vitlaus?? ;-)
Skrifa ummæli