20 febrúar 2007

Afmælisdagurinn


Mynd dagsins er auðvitað af afmælisbarninu og er hún unnin í photoshop eins og hún væri að koma úr Holgu. Holga er sem sagt plastvél frá a-ö ef þið vissuð það ekki.

Jæja þá er afmælisdagurinn að líða undir lok.
Búin að hafa það rosa gott í dag.
Fór með Helgu, Sólu og Robin í smá ferðalag :)
Grilluðum pulsur og fengum ekta íslenskar (voru samt útlenskar) pulsur í brauði með tómat steiktum og remúlaði. Frænka Helgu hafði sent henni remolaði og sinnep frá Íslandi og svo fór ég í Ikea í gær og haldiði ekki að ég hafi séð steiktan lauk þar. :) Vorum bara úti að dúllast í góða veðrinu.
Já fínn dagur

Ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar í dag, voða voða notalegt að sjá að einhver er að hugsa til manns.

Það voru líka óvænt nöfn þarna inná milli :)
Ammælisamadag TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LÍKA, GAMAN AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR STRÁKSI :)

Guðbjörgguðm, ERTU AÐ VERÐA MAMMMMMMMA ????? VÁ HVAÐ ÞAÐ ER LANGT SÍÐAN ÉG HEYRÐI FRÁ ÞÉR :)hey ertu með blogg eða email?

og þið hin þið eruð líka frábær
Nema Svavar Dór því hann tók upppá því að handleggsbrjóta sig í leikfimi í dag :( hann fær því skammarverðlaun :)


Það eru komnar nýjar myndir inn á báðar myndasíðurnar

knú og kram
Harpa 35 ára :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn gamla... ! vona að lífið sé að fara vel með þig þarna útí stóru Ameríku - farðu vel með þig! knús og kossar
Elísabet.

Nafnlaus sagði...

Elsku snúlla innilega til hamingju með afmælið í gær, vonandi áttiru góðan dag! Í dag er víst öskudagur og ég svo óheppin að vera veik heima, ekki heppilegur dagur til þess!!! Hafðu það sem allra best! knús Ella

Nafnlaus sagði...

Hæ Harpa mín
Hjartanlegar hamigjuóskir með 3-5 ára afmælið. Mér finnst svo stutt síðan þú varst 3 eða 5 ára. Ég get sagt þér að þetta líður bara hraðar og hraðar. Gaman að lesa bloggð þitt alltaf eitthvað að gerast.
Hafðu það sem allrabest elskur Harpa.
Kossar og knús frá öllum á Esjugrundinni fyrr og nú :-)

Nafnlaus sagði...

Elsku frænka mín. Til hamingju með afmælið. Ég hef ekkert kíkt á þig að undanförnu, en það er gaman að lesa svona langt blogg eins og þú skrifar. Og myndirnar eru frábærar. Sérstaklega finnst mér þessi af eplinu æðisleg! Það er svo skemmtilegt að sjá þegar eitthvað er myndað svona nálægt og það líkist sjálfu sér kannski ekki alveg, fer að kalla fram tilfinningar um allt annað. Ég hef haft svo mikið að gera að undanförnu að það er meira að segja oft allt fullt af óuppvöskuðu á eldhúsborðinu!! Það er svo leiðinlegt að hafa skít í kringum sig. En á morgun hef ég frí til að gera fínt hjá mér. En er nú voða þreytt og syfjuð og fer að sofa núna...
Elsk og knús.

Nafnlaus sagði...

jæja gamlan mín..
er mín bara hætt að blogga eða er svona mikið að gera hjá 35 ára gellunni...
sakna þess að fá ekki nýtt blogg ;)