12 febrúar 2007

Draumur og sma skammir


Tók þessa mynd af mér í baði í kvöld. Það var nefnilega skorað á mig að taka mynd af mér í baði. Hefði verið sætari væri ég 30 árum yngri en só! Maður tekur náttúrulega svona flottri áskorun :) hehe

Jæja er að hugsa um að byrja á skömmunum. MIKIÐ ROSALEGA ERUÐ ÞIÐ LÉLEG AÐ KOMMENTA. HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ??? Á ÉG AÐ HÆTTA AÐ BLOGGA, ÞVÍ ALLIR ERU HÆTTIR AÐ LESA EÐA???

Mig dreymdi draum. Ég var í stórri veislu með strák sem var kærastinn minn og við vorum annað hvort með nýfætt barn eða ég ólétt, man ekki hvort en tilfinningin var þannig. Hann var að kynna mig fyrir fjölskyldunni. Mest komu mamma hans, pabbi og móðursystir fyrir í draumnum. Heyriði svo kemur pabbi í veisluna. Já ekkert merkilegt NEMA AÐ HANN VAR BLINDFULLUR! Hef reyndar aldrei séð pabba minn fullan, en hann var alveg á rassgatinu og greinilega búin að drekka í marga daga. Hann bara settist hjá pabba kærastans og spjallaði við hann og það var eins og ekkert væri athugavert þeirra á milli. Ég aftur á móti varð alveg bráluð við hann að hafa komið í þessu ástandi í jólaboðið mitt. Fór grenjandi inn í eldhús og þangað kom mamma stráksisn og faðmaði mig og sagði: já já þetta getur alltaf komið fyrir. Eins og þetta væri bara alveg sjálfsagt. Díses meira ruglið.
Jæja þið draumráðningarkonur hvað segið þið við þessu! Hvað þýðir þessi draumur???

Knús og baðkveðjur

Harpa

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðan daginn krúsin mín :o)
Núna er það kaffi og blogg-lestur eins og á hverjum morgni....... afsakið hvað ég er léleg að kommenta :o(
En annars glæsileg mynd af þér :o)
Hér var -10 stiga frost í morgun þegar ég fór á fætur brrrrrr kalt það maður minn, það glamraði vel í stellinu þegar maður fór út :o)

Risa knús frá okkur öllum á Böðvó

Nafnlaus sagði...

flott mynd... :) ég tek bloggrútinn á hverjum degi... og þú ert alltaf á listanum... lofa að kommenta meira :)

hevv a næs dei...
Auður :)

Nafnlaus sagði...

Les alltaf bloggið þitt...ekki hætta að blogga..

Nafnlaus sagði...

Segi það sama les alltaf bloggið þitt. En undanfarið hefur verið frekar mikið að gera, vorum á Akureyri um helgina voða gaman elli er með voða fallega sýningu í gallery-JV.
En flottar myndir hjá þér sæta.
Kv Þóra Jóna

Nafnlaus sagði...

Þetta er flott mynd og sæt önd hehe
og hvaða rugl með að vera 30 árum yngri þá væruru valla til ;)
og ég verð að fá að lesa bloggið þitt þegar við erum ekki að msn eða skype hahaha
En haltu áfram að blogga svona
Knús knús

Nafnlaus sagði...

HÆTTA AÐ BLOGGA HVA'??? Ekkert svona hót, ha. Mér finnast bara allar myndirnar þínar góðar-bara alltaf. Baðmyndin er mjög góð af því þú ert svo sæt. Sólblómamyndin með textanum er líka bara fín. Ég myndi ekki hafa neinn ramma utanum bláa fallega litinn. Og ég ætla sko áfram að kíkja á bloggið þitt eins og alltaf þegar ég fer í tölvuna heima. Svo kommentera ég yfirleitt frekar langt komment í hvert sinn þannig að ég vinn upp hve sjaldan ég kem inn. Hef því ekki samviskubit yfir þessu máli frekar en flestum öðrum. Kannski er fólkið bara fyrst og fremst forvitið um þig, en hugsar þetta ekki frá þinni hliðinni???

Nafnlaus sagði...

HÆ Harpa mín
Hvað er þetta með þig og áfengi! þú hefur nú ekki verið neitt sérstaklega dugleg að nota það alla veganna ekki svo ég muni, mér gékk nú ekki neitt við að fylla þig í denn hahahah!!! en hvað um það þú ert örugglega glæsilegri í baði nú en í þegar þú vart lítil, maður verður alltaf að vera jákvæður hafðu það gott og ekki eltast við neina kana.
VELJUM ÍSLENSKT haaah
xxx frá ÍSAFIRÐI