08 febrúar 2007

Lagt stefnd


Djöfull getur maður verið lágt stefndur stundum. Ég er búin að vera það í dag og í gær. Smá sambandsörðugleikar á heimilinu. Á svona dögum hugsa ég nú bara: MIKIÐ ROSALEGA ER GOTT AÐ VERA EINHLEYPUR. Æ ætla ekkert að vera að bögga þetta hérna.

En hva!!! vitiði hvað þetta er ???

Aðeins búið að eiga við myndina í photoshop


Bless
Harpa sem er að fara í myndaferð í kínakverfið á morgun eða er h í því?!

:)

4 ummæli:

brynjalilla sagði...

hmm athyglisverd mynd, minnir mig a formin i pikublomunum mínum, en kannski vegna thess ad eg er svo mikd ad vinna i theim ad eg se thau ut um allt lika thegar eg loka augunum, gaeti verid eitthvad efni sem thu krumpar, hmm tharf ad gefa mer lengri tima en eg er i frímó.

Nafnlaus sagði...

Eru þetta æðar?

hannaberglind sagði...

hæ sæt amín, vona að kínahverfið eigi eftir að hressa þig við, það er ekki gott að vera þar sem andrúmsloftið er þrungið spennu, mín ráð drífa sig úr og hitta annað fólk!!!
en hvað myndina varðar þá held ég að þetta séu æðar, kannski upp við hálsinn ... eða ... ja alla vegana æðar, gaman að samlíkingunni hennar Brynju, mikið til í því hjá henni:)
Farðu vel með þig sæta mín, eigðu góða helgi - farðu út og hittu fólk:)

Nafnlaus sagði...

Sæl elskulega frænka mín. Myndirnar þínar eru allar góðar þó að þær séu ekki allfaf fullkomlega það sem þú varst að hugsa! Þessi hér er mjög dularfull til dæmis og þess vegna fer maður að hugsa af hverju hún er. Líka getur svona mynd kallað fram ákveðnar tilfinningar eða minningar!! Mynd þarf ekki alltaf að vera auðskilin vegna þess að tilgangur hennar getur verið að kalla fram tilfinningu og kannski fengið fólk til að hugleiða hluti sem annars koma ekki upp í hugann eða við leyfum okkur ekki að hugsa um. Ég man eftir leikritinu "and Björk of course", í því leikriti kom handritshöfundurinn aftanað manni með þeim hætti að maður skammaðist sín fyrir hugsanir sínar og athafnir!!! Þar hló ég að lýsingu barnaperrans á athöfnum sínum!!!! Það kom mér illilega á óvart, og ég fór að íhuga þetta..þ.e. er eitthvað fyndið við athafnir barnaperrans??? Ég hélt ekki.
Með þessu finnst mér höfundurinn vera að benda fólki á að ekkert er eins og við höldum- sannleikurinn fer alltaf eftir því hvar þú stendur eða situr. Eins er með myndina hún breytist við mismunandi sjónarhorn, lýsingu o.s.frv.
EN það er mjög gaman og spennandi að sjá mynd dagsins-þær eru alltaf góðar hjá þér!
Elsk, og elska þig upp og niður út og suður til tunglsins og til baka. Rokk og ról!!