01 febrúar 2007

nyr manuður


Jæja ég búin að fara á námskeiðið. Talaði þar á ensku fyrir framan 20 manns. Sagði svo sem ekki mikið en samt frá sjálfri mér og útaf hverju ég væri í þessum ljósmyndatíma. Gekk bara ágætlega.
Jæja PAD mynd dagsins sem er fyrsti dagur febrúarmánaðar er spurning. Hvað er á myndinni???

Er drulluþreytt eftir langan dag. Á morgun verður víst nóg að gera. Við Helga förum til Mickeyar fyrir hádegi og svo að taka arkitektúramyndir eftir hádegi.

Góða nótt elskurnar mínar

Harpa nýgreidda

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta ananas?
Kv. Gerða

brynjalilla sagði...

greinilega ananas, uhm svo góður ferskur. En rosalega eru dugleg Harpa, þú getur sko verið stolt af þér, góða helgi!

hannaberglind sagði...

jú sæta mín þetta er ananas, fæ alveg vatn í munnin við að horfa á þessa mynd, hún er svakalega töff hjá þér. ég er svo stolt af þér að hafa talað fyrir framan fólkið á námskeiðinu, efast ekki um að þau hafi heillast upp úr skónum af þér og listaverkunum þínum

góða helgi - kaffihúsapóstkortakellinginmín

kossar og knús úr rigningunni á akureyri

hannaberglind sagði...

hey halló ameríkukerlingin mín, hvernig er þetta með mynd á dag? það er alla vegana kominn 4 feb. hérna upp á íslandi, en þið eruð auðvita á eftir þarna vestur við kyrrahafið, vissi bara ekki að það munaði svona miklu :)