10 febrúar 2007

Kinahverfið



Fór í Kínahverfið í dag. Þar var margt að skoða. Fór inn í búð sem seldi læknajurtir og þar var þessi maður ásamt öðrum að setja saman jurtablöndur. Allt var mælt með gamalli vog mjög nákvæmlega sýndist mér og sett í bréfpoka. Ég gat ekki nefnt 1/100 af jurtunum sem voru þarna inni.

Átti mjög fínan dag. Þegar ég var búin að vera í grenjandi rigningu í kínahverfinu gekk ég langa leið og hitti Anítu. Við fórum heim til hennar hún lánaði mér sokka því ég var orðin rennandi blaut. Við fórum og fengum okkur mexikanskan mat og svo á listagallerí. Síðan tók ég bartinn heim (sko lest) og Lexi náði í mig á lestarstöðina og ég passaði Sólu. Horfði á Ameríska ædolið og spennuþátt og svo kom Helga heim og við báðar þreyttar eftir daginn og erum á leið í háttin.

Hey já gleymdi einu. Myndin í gær er á utanverðri ristinni. Sem æðar á fæti.

Knús
Harpa

Engin ummæli: