19 febrúar 2007

Konudagur-atveislan mikla







Þetta eru myndir úr afmælisátinu :) Svo eru fleiri myndir inná http://flickr.com/photos/harpaingimundar

Vá maður ég átti aldeilis góðan sunnudag. Vaknaði við símhringingu. Það var Ása mín að hringja. Hún sagði "hæ er að kaupa mér far á netinu" og tralala hún og Erla Hrönn (litla) eru að koma til mín 18 júlí :) tra lala bara fimm mánuðir þangað til heeh hættu að telja þetta er ...

EN já svo hélt dagurinn áfram ég tók mig til og fór í mitt fínasta púss því það var búið að segja mér að við ætluðum út að borða. Abbott og Janet foreldrar Lexiar buðu okkur stelpunum. Við fórum á Sesar sem er Gyðinga veitinga staður. Alveg geggjaður. Rosa mikið að gera þar og um helgar bíður fólk oft nokkra stund til að komast inn. Við pöntuðum alskyns rétti og ég smakkaði hitt og þetta.
Þegar við vorum að bíða eftir matnum þá rétti Helga mér pakka frá Janet og Abbot og það voru rosa fín eldhúsáhöld. Þau gáfu mér líka eldhúsáhöld í jólagjöf þannig að ég verð víst að elda fyrir þau næst þegar þau koma til Íslands :)

Heyðu svo fóru þær eitthvað að pukra Helga og Lexi og svo er Helga eitthvað að ná í á gólfinu hjá sér og hún er algjör brjálæðingur. Þær gáfu mér styttu sem að vinkona Helgu hún Memo gerði. Hún er geðveik flott og núna verð ég að kaupa mér ný húsgögn þegar ég kem heim svo að hún passi með englamyndunum hennar Bjarkar, myndinni hennar Brynju og hinu fallega listaverkadótinu mínu. Díses þær eru alveg brjálaðar hún er geðveikt flott.

Það var nefnilega þannig að Helga tók myndir fyrir Memo af nokkrum styttum sem fóru á sýningu hjá henni. VIð vorum sérstaklega hrifnar af tveimur styttum sem voru systur eða þannig voru svona í pari. Þetta var feimna systirin með rosa flott bak og er svolítið niðurlút. Ég er einmitt að fara taka myndir af henni sem mynd dagsins á eftir.

Þegar ég kom heim þá talaði ég við mömmu og pabba á skypinu, þegar þau lögðu á var Ása komin á línun, þegar hún lagði á var Stína, Svavar Dór og Raggi komin og þegar ég var búin að tala við þau í rúmlega klukkutíma að minnsta kosti. Það var sko ekki allt búið þegar ég var búin að tala við þau þá var Ási komin á línuna og við töluðum lengi saman.

Þegar ég var búin með öll skyptölin, þá var komið að næsta matartíma. :)
Nú var ferðinni heitið á geggjað góðan Mexikanskan stað :) rosa góður matur sem við fengum þar og svo í restina þá var komið með köku með 2 kertum á (héldu örugglega að ég væri tvítug en ekki 35 :) )maður er náttúrulega það unglegur hehe

Svo var bara haldið heim á leið og allir pakksaddir og glaðir. Sóla fór að sofa og við Helga keyrðum Janet og Abbott til San Francisco því þau voru að fara með flugi til Hawaii

og í dag eftir matardaginn mikla eru allir með skitu

hehe


ég

Engin ummæli: