
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ BERGUR MINN. ORÐIN 35 ÁRA STRÁKURINN :)
Í dag var bara allt í rólegheitunum. Ég dúllaðist í rúmminu fram undir hádegi. Talaði við mömmu og pabba á skype í 1 og hálfan tíma :) og það var yndislegt.
Fór út og vann í garðinum með Helgu og Lexi. Vorum að reita arfa, klippa plómutréð og ditta að.
Helga var líka að bardúsa við hliðið í dag. Hún er nefnilega að smíða hlið.
Fór út tók mynd dagsins sem er af Mormónakirkjunni hérna. Hún er alveg stórfengleg. Gott að sitja þarna í garðinum þeirra og hlusta á vatnsniðinn. því þar eru tveir stórir gosbrunnar og svo er pínulítil á sem rennur um garðinn miðjann. Hugsa að þetta sé paradís á sumrin því það eru svo fallegar rósir og ýmis önnur blóm þarna. Mjög fallegt þarna þó ekki sé ég mormóni.
Ég er búin að sjá það að ég veit sko ekkert um þessi trúarbrögð og mismunin á hinum og þessum trúm. Það eru fullt af alskonar trúarfélögum sem trúa á jesú og hans fylgifiska en engin trúin er eins. Æ hugsa samt að ég haldi bara áfram að vita ekkert um þetta því ég nenni bara ekki að pæla í þessu.
Hey þið eruð sjálfsagt að hugsa: haha hún klikkaði, engin mynd frá því 1 febrúar, en nei ég klikkaði sko ekki neitt. En nýja litla myndavélin mín vill ekki að ég setji myndirnar sem ég tók á hana inn á tölvuna þannig að ég næ ekki myndinni :( og þetta var einmitt sjálfsmynd, humm kannski er það þess vegna, já var nú ekki búin að fatta það áður, humm, tek þetta til endurskoðunar :)
Jæja ég ætla að hætta þessu bulli
ERUÐ ÞIÐ BÚIN AÐ HLUSTA Á DISKINN HENNAR ÞÓRUNNAR LÁRUSDÓTTUR??? HANN ER BARA FRÁBÆR :)
Haway kveðjur
Harpa
2 ummæli:
sammála þér varðandi trúfélögin, ég held að ef maður færi eitthvað að reyna að skilja muninn á þeim öllum eða bara skilja fyrir hvað sum þeirra standa þá fyrst fari nú lífið að verða flókið
Takk snúllan mín;-) en það er smá stærðfræðivilla hjá þér... ég er sko ennþá átján þú manst;-) (í 17da skipti) kíkti á síðuna þann 4, enn sá ekki kveðju þá, fór næstum að skæla.. en var líklega bara of snemma í því:-) hafðu það alltaf sem allra best bestasta besta vinkona.
Skrifa ummæli