04 febrúar 2007

Ferð til Santa Cruise


Fór í frábæra ferð með Anítu vinkonu minni til Santa Cruise á laugardaginn. Keyrðum niður stöndina og áttum yndislegan dag.
Fórum gamlan sveitaveg, kíktum í antíkbúð, keyptum ætiþystla brauð, komum við í kirkjugarði, þar sem 8ára stúlka á minnisreit.
Þannig var það að faðir hennar var flugmaður og hérlendis mega börn fljúga vélum undir leiðsögn foreldra. Hún ætlaði að verða yngsti flugmaðurinn til að fljúga þvert yfir Bandaríkin en þau lentu í fárviðri og hröpuðu. Ég á eftir að setja myndir af litla reitnum hennar því hann er ósköp fallegur og algerlega eins og hún hefði viljað hafa hann, að ég held.

Það eru nokkrar myndir úr ferðinni á Flickr, endilega kíkiði þangað.

1 ummæli:

hannaberglind sagði...

svakalega falleg mynd núna lagar mig að koma til þín og skeppa til santa cruise með þér :)