30 janúar 2007

Ekki alltaf jolin



JÁ það hefur sannast einu sinni enn að það eru ekki alltaf jólin. Þið spyrjið kannski af hverju ég sé að hugsa um jólin núna í blálokin á janúar. Ja það er nú bara vegna þess að þessir helv... danir sem við erum alltaf að kalla frændur okkar komu bara og stungu okkur í bakið alveg í blálokin á frábærum handboltaleik. Eða ég held að þetta hafi verið frábært leikur. Reyndi allt til að sjá eða heyra þennan leik en allt kom fyrir ekki. En engin tækni til að koma handbolta alla leiðina í hið frækna USA. Ja nema með góðum ráðum eins og ég komast að í dag. Fékk beina lýsingu frá Stínu frænku í gegnum msn. HA! segið þið kannski og þá segi ég bara já í gegnum msn. Hún skrifaði oftast stikkorð eins og:
djö
jááá´
við skoruðum
andsk
danir yfir
við jafna
frábært
ísl 2 yfir
og svo ég verð að fara fram er að kálast
jafnt
víti
veiiiiii
ohhhh þeir jöfnuðu
og svo í blálokin sagði hún helv........ og ég segi ekki meira frá því.

En ég var líka svo heppin að hafa Ásu á Skype í seinni hálfleik. Bara verst að hún er ekki með myndavél, heldur heyri ég bara röddina en hún sér mig og heyrir. Þannig að ég heyrði öll andvörpin hjá henni, blótið og húrrahrópin og svo var hún líka að lýsa stundum en oftat var það bara:
jájá já áfram djö hann varði
hey einhver liggur æ hann er meiddu neinei hann er í lagi
aaaaa helv þeir skoruðu
og svo mikið um svona sog hljóð sem ég get ekki stafsett, þá meina ég sko þegar hún var að súpa hveljur. Hefði nú frekar bar viljað súpa heitt kakó en hveljur en svona er þetta stundum :)

En já hver er svo að segja að danir séu eitthvað frábærir? Ég meina af hverju eru þeir eitthvað meira frændur okkar en bara Írar? Írar eiga þó Í eins og við og drekka mikið eins og við og kallarnir eru yfirleitt ljótir eins og kallarnir okkar. En já kannski eiga þeir ekki sameiginlegt með okkur, fallegustu konurnar. Ö já danir þeir eru náttúrulega bara pungar upp til hópa. Nema náttlega Daniel frændi minn og Mundi bróðir sem er pínulítill dani en mest ísl. Já og Henrý hennar Hrafnhildar enda er hann upphaflega allt annarsstaðar frá, held frá Afríku. Humm man ekki eftir fleiri góðum dönum! Jú! hey HC Andersen hann var fínn. Já ég þekki nú ekki fleiri góða sko. Þannig að þeir geta nú gleymt því að vera eitthvað að hrópa HEY FRÆNKA á eftir mér sko þessar baunir ha!!!

En aftur í annað
Marmelaðið var svona hrikalega gott. Helga svakaleg ánægð með sýna því að hún á svo mikið af MARMELAÐI núna. Hvorki ég né Lexi erum svaka hrifnar af marmelaði þannig að Helga fær bara allar krukkurnar :) Verð nú að taka mynd af þeim sko haha

jæja nóg af bulli

knús í krús
Harpa á náttbuxunum :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er enn að þurrka tárin sem að flæddu í stríðum straumum eftir leikinn í gær. Það er nú eitt að tapa, en að TAPA á síðustu sekundunni í leiknum...í orðsins fyllst merkingu. Grátur og gnístur... Æ Æ Æ Æ... ég er leggst í þunglyndi.

Kv.

Kiðlingur

Nafnlaus sagði...

Hvar varstu á leiknum í dag????ég var mætt með lýsingu...