16 janúar 2007

Íslendingar i Farmer Joes


Mynd mín í dag er af Sólu minni. Við Helga fórum með hana í stúdíóið í dag og tókum nokkrar myndir. Hún var nú ekkert mikið fyrir að vera fyrirsæta, vildi heldur vera á bakvið bakgrunninn, taka til í herberginu hjá Hörpu frænku eða hlaupa útúr myndinni til að fá koss hjá Hörpu eða Mömmu. :) en svona er lífið þegar verið er að taka myndir af litlum púkum. En ég náði nokkrum ágætum myndum af henni sem eru á myndasíðunni minni.

Við Helga fórum í Farmer Joes sem er matvöruverslun hérna. Keyptum fullt af grænmeti og þegar við gengum um búðina sá ég strák sem hefði svo vel getað verið íslendingur. Hann var ljóshærður og eitthvað svo íslendingslegur. Svo þegar Helga var eitthvað að tala við Sólu, þá kom gæinn og byrjaði að tala við hana á ÍSLENSKU. Já mín náttúrulega bara sá að þetta var íslensk sveitatútta hehe frá Reykjavík. Heitir Steinar og er hér í hljómlistarnámi. Jæja við gáfum honum símanúmerin okkar og svo sjáum við bara til hvort að hann láti heyra í sér. Gaman að hitta íslendinga í útlöndum. :)

Við þrjár fórum svo í nokkur myndlistargallerí í San Francisco og skoðuðum hinar ýmsu sýningar. Þar heillaði mig mest (eða kannski ekki) segjum frekar hafði mest áhrif á mig. Það voru sviðsettar myndir af fangabúðunum í Quantanamo eða hvað það heitir. Þar voru sem sagt upphaflegu myndirnar þar sem hermenn voru að pynta fanga sína. Svo voru Risastórar (life size) myndir þar sem búið var að sviðsetja litlu myndirnar. Mikið hrikalega voru þetta átakalegar myndir. Eitthvað sem maður vill ekki hafa í stofunni heima hjá sér. Né að vita það að heimurinn sé svona grimmur. Að einhver geti tekið einhvern annan og lamið og svívirt án þess að nokkuð sé hægt að gera við því. Djöfulsins drulluhalar
læt hér staðar numið áður en ég missi mig ...

Hey gaman að fá svona mörg komment eins og í gær :)

Harpa í grænmetisskapi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hun er ekki svo glaðleg á svipinn á þessari mynd. Finnst ekkert voðalega gaman að þessu. Mér finnast litmyndirnar af henni hrikalega flottar. Sérstaklega þessi sem hún er að skoða á sér tærnar og með bangsann.

Nafnlaus sagði...

Þetta eru frábærar myndir og myndin í gær er frábær og allt sem þú skrifaðir um það....
Ég er komin heim, allt gekk vel en ég fæ að vita meira í næstu viku.
Hætt við að flytja ætla að vera hér þangað til í ágúst óg þá kemur í ljós hvað ég geri.
Knús knús og gangi þér vel að mynda og kynnast þessum ljóshærða gaur ;)