Geggjað ;)
Fékk sent forrit til að getað hlustað á íslensku útvörpin.
Finnst samt skrýtið að sitja að morgni og hlusta á síðdegisútvarp Bylgjunnar. Minnir mig á það þegar ég var að keyra heim frá Iðnskólanum eða úr Carat á Laugarveginum. Segi nú bara, eins gott að ég var ekki komin með þetta á Þorláksmessu, vá þá hefði ég nú grenjað yfir jólakveðjunum á rás eitt.
Einhverra hluta vegna er búið að breyta þessari bloggsíðu og nú sé ég ekki hvar ég set inn myndir. Alltaf verið að breyta þessu drasli.
Nú er pabbi farinn til Þýskalands að horfa á HM í handbolta. Djö hvað ég öfunda hann, fer bara næst :) vona samt að ég sjái einvherja leiki hér í sjónvarpinu. Hæpið samt :(
Mundi bróðir hringdi í mig áðan. Mjög gaman að heyra í honum. Hann hefur aldrei hringt áður og ég ekki oft í hann síðan að ég kom út. Við heyrðumst þó um jólin og það var notalegt. Hann er að smíða gripi úr beinum og gengur það bara vel og svo er hann að gera hnífa og hnífskefti. Hann sendi mér nokkra hluti um jólin og ég ætla að taka myndir af þeim fyrir hann. Hann var með Daniel í dag. Pjakkurinn orðinn svo stór, man lítið eftir Hörpu bestu frænku í heimi. En var ógurlega glaður að fá jólagjöfina frá henni, ég sendi honum skemmtilegt minnisspil sem er svo gott fyrir krakka á hans aldri að spila. Æ vildi bara að ég gæti séð hann fljótlega. Það er hugmyndin að þau komi heim í sumar en það verður að koma betur í ljós þegar nær dregur. Er að vona að þau komi þá ekki fyrr en ég kem heim svo að ég geti farið með honum í sund, til langömmu og Æ bara verið með þeim í einhvern tíma. Mundi er loksins búinn að fá þá löngun að kenna Daniel íslensku og er að gera það smátt og smátt. Ég er voða glöð með það og veit að það verður strembið fyrir hann en vonandi verður hann bara mjög duglegur að kenna honum allskyns orð.
Tvíbbarnir eiga afmæli von bráðar og ég á eftir (já sko pabbi og sigvaldi) og ég á enn eftir að finna afmælisgjöf handa gamla mínum. Hef ekki hugmynd hvað ég á að gefa honum. EINHVERJAR UPPÁSTUNGUR??
Hey sagði ég ykkur að ég væri að passa Sólu og Sascha á fimmtudögum. Núna er ég hætt að fara á þriðjudögum að passa hann og hann kemur hingað á fimmtudögum í staðinn. Já það er nú meira púlið og saga að segja frá fyrsta deginum í tvíburaveseni :) það eru ekki nema 7 vikur á milli þeirra og þau eru mjög góð saman. Sasha byrjaði að ganga núna í vikunni hann var mjög fljótur á skriði og þurfti ekkert að vera að ganga að honum fannst en núna er allt á fullu og þau eru hin hressustu.
Sko það var ekkert mál að hafa þau þegar þau voru að leika þó að allt væri í rúst eftir þau eins og venjuleg rúmlega eins árs börn. Ekkert mál að gefa þeim að borða nema að Sascha er vanur því að henda matnum sem hann vill ekki á gólfið og hundurinn kemur og tekur hann. Hummmmmmm Harpa er að reyna að koma honum í skilning um það að það gerum við ekki á þessum bæ, þó að Lucy hundurinn á heimilinu sé himinlifandi yfir hverjum bita sem á gólfið fer.
AÐ koma þeim í háttin var ekki eins auðvelt. SKO þannig er það að Sascha er vanur því að drekka mjólk áður en hann fer að sofa og svo er hann bara lagður í rúmmi og sofnar svo eftir pínu stund. Stundum vælir hann eitthvað en róast svo með bangsann sinn í fanginu. Sóla aftur á móti sofnar í fanginu á manni og svo er hún lögð í rúmmið sitt.
Ég fór sem sagt með strákinn inn í herbergi og á meðan var Sóla í stólnum sínum og var að maula einhvern mat. Þegar ég var búin að leggja hann og ég heyrði að það voru komin svefnhljóð, það er hann var nánast hættur að gráta, tók ég Sólu og fór með hana inn í herbergið hennar. Hún sofnaði í fanginu á mér á 2 mínútum en enþá heyrðist smá væl í Sascha. SVO heyri ég þegar ég er að leggja Sólu í rúmmið að helv... hundurinn krafsar í hurðina hjá Sascha og opnar hana. Hann náttúrulega hrekkur við og ORGAR á háa CÉINU. Að sjálfsögðu vaknaði Sóla, ég setti hana niður í rúmmið sitt, fór inn til stráksa, sussaði á hann, rétti honum bangsann sem hann var búinn að henda í gólfið og lokaði hurðinni hjá honum. Fór svo inn til Sólu og eyddi næsta hálftíma í að svæfa hana. Sem sagt það fór klukkutími í að svæfa þau, sem hefði tekið mun minni tíma ef að hún Lucy blessunin (hundurinn) hefði ekki opnað hurðina. Nú að sjálfsögðu vaknaði Sascha svo fimm mínútum eftir að ég kom fram frá því að svæfa Sólu.
Hvað lærir maður á þessari sögu, vá hvað tvíburamömmur eru duglegar, já ég segi mömmur... og annað ég er vandlega farin að spá í tvíburaáformin mín hehe...
jæja knús í krús
gleðilega helgi og allt það
Harpan ykkar
19 janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Bara að kvitta ;)
hæ sæta mín, ég efast ekki um að þú yrðir öflug tvíbura mamma:) heheh brjálað djobb það!!!
Ég finn til með þér vegna fjarlægarinnar við Daníel, það er yndislegt að hafa litlu brærasynina nálægt og geta dekrað við þá, samt finnst mér ég aldrei hitta þá nógu oft.
kossar og knús úr snjónum
Mórallinn í sögunni er: Ef þú átt tvíbura er óþarfi að eiga hund líka. PS: Öfunda pabba þinn ALLS EKKI að vera á HM í Þýskalandi. Í dag var skemmtilegra að vera heima í bílskúr að flokka skrúfur.
Faðm!
Það að vera mamma og láta alls kyns flókna hluti ganga upp-þó að maður sé ekki með tvíbura- er alveg nóg vinna og við konur gerum svo hræðilega lítið úr því að þetta skuli yfirleitt bara ganga upp að það er skömm að.
Minn ótti var nokkur í hvert skipti sem ég fór í sónar þá orðin ófrísk að einhverju barninu. Óttinn var ekki bundinn við hvort allt væri í lagi- heldur hvort ég væri nokkuð með tvíbura. Amma Þóra var nefnilega tvíburi. Svona er maður brenglaður! Eins og líf þeirra sem eiga tvíbura rústist alveg!!!
P.S.Ég setti auðvitað komment við trúarpælinguna þína, ath það.
Búinn að skipta um skoðun: Nú öfunda ég pabba þinn. :-)
Ha ha já stebbi það er satt hjá þér þetta með tvíburana og hundinn :)
OJ já ég öfunda Pabba sko af að vera á HM og sjá strákana OKKAR vinna Frakka :) því ekki er jakki frakki nema síður sé. :)
Sæl elskan!
Bara að kvitta, hér er allt að verða vitlaust ekki talað um annað en handbolta og ég er ein af þeim.
Þú ættir að geta fylgst með í tölvunni þinni með nýja forritinu.
Ég á eftir að fara á stórmót í handbolta en bara ekki alveg strax.
Þegar Jónatan kemst í liðið ha ha en hver veit??
Knús !!!
Hæ Harpa!!
Gaman að lesa bloggið þitt, greinilega nóg að gera hjá þér í útlandinu :) Ekki verra a hafa menntaðan leikskólakennara að passa börnin sín!!!
Annars er ég hætt í Body Shop og farin í skóla, mega stuð :) Fæ svo íbúðina mína 1.feb er svaka spennt...
Hafðu það sem allra best áfram og alltaf!!
Kveðja frá klakanum
Hummm ertu týnd???
Eða bara spennt yfir handboltanum :)
Msn mitt er í rúst en Mundi kemur um helgina og ég ætla að biðja hann að bjarga mér ég held nefnilega að tölvusnillingurinn í mér hafi gert eitthvað ÚBS....
Hlakka til að heyra frá þér á blogginu ;)
Knús mús
Kvitt kvitt:-)
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt krútti pútt:-)
Hafðu það alltaf sem best!
knúsi knús frá klakanum:-)
Skrifa ummæli