
Ég tel að:
Öll fæðumst við með hreint hjarta.
Á lífsleiðinni verður þetta litla hjarta fyrir ýmsum áföllum.
Stundum vegna eigin gjörða, en oft vegna annara utanaðkomandi áhrifa.
Hjartað getur orðið alsett örum/sárum, vegna vonbrigða, reiði eða annara hluta.
Hjartað getur líka orðið svart vegna eigin hugsana, gjörða, sviksemi o.s.frv.
Von mín er samt sú að öll séum við glöð í hjörtum okkar.
Að við náum að lækna sárin sem hafa byggst upp og komum í veg fyrir að fleiri sár myndist.
Myndin var tekin vegna PAD/mynd á dag verkefnisins sem ég er að gera. Það eru komnar 15 myndir og ég er bara ánægð með það. Ég stefni á að gera þetta í eitt ár þannig að það eru bara rúmlega 300 dagar eftir hehe.
Er að hugsa um að setja mynda dagsins hér inn! Hvernig lýst ykkur á það???
Eru kannski allir hættir að kíkja hérna inn?!!
Harpa í hvítu skapi
7 ummæli:
Jeg kiki... OG ENDILEGA SETTU MYNDIR !!!
kv, Audur litlafrænka
frábært mynd hjá þér kella mín :o) Líst vel á að þú skellir myndunum hér inn daglega og ég tala nú ekki um ef það fylgir svona fallegur texti með.
Hringi í þig í vikunni
Risa knús og 1000 kossar :o)
ég
Hvítt skap er yndislegt eins og myndin thín, ég kíki alltaf reglulega á thig Harpa mín og já gledilegt nytt ár!
Ég kíki á hverjum degi ;)
Æðislegar myndirnar þínar og gaman að sjá nýja og nýja á hverjum degi.
Börnin á leikskólanum mínum tala mikið um hjartað sitt núna, sumum er stundum svo illt í hjartanu sínu!!!
RiSaStÓrT kNúS fRá LaNdInU kAlDa !
Hæ kem við á hverjum degi love you..
yndisleg mynd og falleg orð vina mín. þetta minnir mann á það að rækta sjálfan sig. Gaman að fá myndirnar inn á bloggið, fylgjast með því hvað þú ert að gera í listinni.
Hlakka til að kíkja inn daglega:)
farðu vel með þig vina mín
kossar og knús
Þetta líst mér alveg rosalega vel á Harpan mín!!! Það að setja sér markmið og fylgja því eftir er ekkert einfalt mál...og það reynir á mann. Oft sér maður þá nýja fleti á sjálfum sér, sem maður vissi alls ekkert um áður. Maður fer til dæmis að reyna að finna afsakanir fyrir að gera ekki það sem áætlað var-og þær finnast oftast ansi margar. Og er þetta líf ekki til þess ætlað að við vitum hver við erum, OG hvað við getum?
Elska þig, mikið mikið.
Skrifa ummæli