
Þetta er myndin frá því í gær. Enn að æfa mig í að taka myndir á ljósaborðinu. Getur verið pínu flókið og ekki alltaf eins og maður vill hafa það alveg 100% en æfingin skapar meistarann, tja allavega stundum :)
Fór í dag í Berkeley og skráði mig á fjögur námskeið. Voða voða gaman. Fór þar sem háskólinn þeirra er. Lagði bílnum og þurfti að leita að þessu litla verkstæði sem skráningin var í. ég spurði örugglega 10 manns á leið minni. Allir voru voða hjálplegir og ég komst að leiðarenda :)
Ég er sem sagt að fara á námskeið í documentary photography, Emulsion Transfer, Flash photography og Plastic camera. Eða sem sagt Skráningar ljósmyndun, flass/lýsing með leifturljósi, einn áfanginn er að setja myndir á efni og svoleiðis og síðasti er að myndataka með Holgu. Holga er plastmyndavél sem er að ég held frá Rússlandi. Þær eru allar misjafnar myndavélarnar, myndirnar úr þeim geta verið mjög áhugaverðar, því að Holgurnar eru ekki mjög ljósþéttar og linsurnar úr plasti eins og allt í vélinni. Ekki beint vél sem þú tekur brúðkaupsmyndir með :) en gaman að prófa svona.
Æ ég var voða svekt að Ísland tapaði í handboltanum í dag:(
Ása mín takk fyrir spjallið í dag og Hanna líka ;)
Mamma, pabbi og þið hin þið verðið að fá ykkur skype það er geggjaður munur að tala í gegnum tölvuna við liðið heima :)
Já nú þarf ég víst að fara að hlaða ljósmyndadótið því við Helga erum að fara í myndatöku á morgun til San Francisco og hún ætlar eitthvað að nota mína vél í það :)
Ég er búin að fá öll skjöl sem mig vantaði í sambandi við vegabréfsáritunina þannig að ég vona að ég klári umsóknina um helgina og svo er bara að bíða og sjá hvað þeir gera.
Ég læt ykkur vita strax hérna á netinu þegar ég er búin að fá jákvæða svarið mitt ;)
Er að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að taka mynd af í dag. Stundum er maður alveg uppiskroppa með hugmyndir en það hlýtur eitthvað að koma fram í hugann :)
Knús til ykkar allra
Sakna ykkar
Harpa
4 ummæli:
Gaman fyrir þig að skella þér á þessi námskeið :) Örugglega áhugaverð. Ætlaðirðu ekki líka á eitthvert Photoshop námskeið?
Fínar myndirnar hjá þér - eins og alltaf ;)
Knús í krús litla mús...
Kv. Ágústa
hæ sæta mín, spennandi námskeið sem þú ert að fara á, fjölbreytt og áhugaverð. óska þess að þú eigir góða helgi framundan.
kossar og knús uppáhaldsljósmyndarinn minn!!!
Hallú!
Heyrðu ég held að það sé ekkert að tölvunni þinni varðandi handboltann.
Sum lönd loka fyrir netsendingar þar sem einhver sjónvarpsstöð hefur keypt síningarréttinn. Ég held að þetta sé rétt hjá mér.
Langaði bara að segja þér þetta.
Er að fara að horfa á mikilvægan leik við Slóveníu.
Knús!!
Gott að þú hefur komist é réttan stað til að skrá þig á námskeiðinn og þú hefur bara brosað og þetta virkað :)
Allt komið í lag í tölvunni enda er aumingja Mundi búin að liggja í henni í marga tíma.
Heyri í þér fljótlega knús
Skrifa ummæli