
Hæ ég er nú bara alltaf að gleyma því að setja inn myndir dagsins hérna. Þetta er mynd föstudagsins. Var að taka arkitektúramyndir með Helgu og þetta var útsýnið bakdyramegin hjá þeim. Æ pínu öðruvísi mynd í tilefni dagsins er það ekki fínt? :)
Var svo að passa Sólu á föstudagskvöldinu og það var fínt við vorum bara að dúllast saman frænkurnar og svo glápti ég á sjónvarpið og fékk í magann. Eins og grjót, held það hafi verið hrísgrjónin sem ég borðaði í hádegi og kvöldmat. En það er voða langt síðan ég borðaði hrísgrjón síðast.
knús Harpa
3 ummæli:
Mér finnst þessi mynd flott..
og mér finnst svo gaman að sjá alla þessa flóru af myndum sem þú ert búin að vera að taka.
En hvernig var með blómið sem þú varst að fylgjast með að springa út?
Knús
Ert þú komin með fráhvarfseinkenni hvað borðaðir þú oft hrísgrjón í leikskólanum?? Það er allavega ansi oft í viku en þau eru dökk það er kannski munurinn.
kv þjj
Takk fyrir það Ása mín. Blómið dó áður en það sprakk nógu vel út. Það eru önnur hér úti í garði sem ég ætla að láta alveg springa út áður en ég tek þau inn :)
Þóra Jóna já grófu hrísgrjónin fara betur í mig :)
Harpa
Skrifa ummæli