07 janúar 2007

Jesus elskar þig

Fór í gær til San Francisco. Var á göngugötunni, eða aðal verslunargötunni. Þar var margt um manninn og ég tók myndir, kíkti inn í búðir og fylgdist með mannlífinu sem er ótrúlega skemmtilegt. Eina sem vantar eru bekkir til að setjast á eða útikaffihús svo að ég geti sest og fylgst með fólki, skrifað póstkort og allt það.
Sá mann með skilti sem á stóð Jesú elskar þig, datt þá í hug lagið úr The Bodygard (með Witney Houston og Kevin Kostner). Það er lag sem systurnar syngja held ég saman og aðal textinn er einmitt Jesus loves you.
Kannist þið ekki við það að fá fáránleg lög á heilann?
Við leikskólakennarar könnumst nú við það að vera með einhver baranalög á heilanum en að vera núna í rúman sólarhring búin að syngja setninguna Jesus loves you stanslaus er einum of.
Kannski er þetta köllun mín! Ætti ég að ganga í einhvern Jesús söfnuð?
Er þetta ábending að þrátt fyrir að eitthvað á móti blási er Jesú og margir aðrir að gefa mér ást sína?
Eða er þetta einfaldlega skilaboðin að þó að ég elski mig ekki alltaf eins og ég á skilið þá gerir Jesú það þrátt fyrir allt.
Allaveg er betra að vera með Jesus loves you á heilanum í staðin fyrir Dúkkan hennar Dóru var með sótt sótt sótt!

knús
Jesú elskar ykkur
Harpa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þetta er týpískt að fá svona lag á heilan en á leikskólanum mínum er lagið Góða ferð vinsælasta lagið hjá okkur og allir með það á heilanum ;)