
PAD myndin í dag er handa Pabba golfara og afmælisstrák. Til lukku aftur með daginn pabbi.
Ég var að vinna hjá Mickey í dag og ég var að vinna í garðinum hennar fyrir hádegi. Sko frá klukkan átta. Ætlaði aldrei að geta vaknað þarna um sjö leitið. Svo um hádegi fór ég að skanna myndir og var að því til klukkan fimm. Kom heim. Fór í sjóðandi heitt bað, pínu í tölvuna, borðaði, setti upp stúdíó og tók þessa mynd og nú er ég sko farin að sofa.
Góða nótt elskurnar mínar, eða þannig :)
knús Harpa þreytta
2 ummæli:
vaaááá
flott golfkúlumyndin - geggjuð, minnir mig á þegar pabbi þinn dróg okkur með í golf rigningasumarið mikla :) það var geggjað gaman!!!!
Finnst líka myndin af appelsínunum geggjuð og auðvita gítarspilarinn, geggjaður karakter þar, það er svo gamana að sjá hvað þú ert hugmyndarík og hversu fjölbreyttar myndirnar þínar eru, þú ert snilli:)
rosastórt knús og 1000 kossar, sakna þín svakalega mikið - knúsiknúsiknús.
já og til hamingju með gamla manninn:)
Takk Hanna mín :)
Já ég man það nú, þegar við reyndum í tilraun tvö að fara í sumarferðalag hahaha. Það bara RIGNIR alltaf þar sem við erum, en það er allt í lagi ef góða skapið er meðferðis.
Takk fyrir hrósið á myndirnar. Alltaf gaman að fá hrós, en það má nú líka setja útá þær. Fínt að fá gagnrýnin komment.
Sakna þín líka, hlakka til djamms í ágúst í síðasta lagi :)
Skrifa ummæli