07 mars 2007

Er a lifi

Elskurnar mínar það er allt í lagi með mig ég er bara svo löt eða upptekin eða ... að ég hef ekki getað bloggað.

Það er nú ýmislegt búið að gerast síðan þið heyrðuð frá mér síðast. Man ekki einu sinni hvað ég skrifaði síðast, humm.

Jarðskjálfti 4.3 í miðjum ljósmyndatíma,
þrumur, síðan haglél og þar á eftir steipi regn, ótrúlega mikið.
Ég búin að fara með Sigrúnu í gamalt hippahverfi sem þið verðið að skoða þegar þið komið hingað.
Búin að fara á þorrablót hjá Íslendingafélaginu, fór ein, sat við borð hjá fólki sem var svona 10-20 árum eldri en ég, mjög fínt. Æðislegur matur og lala hljómsveit. Vann ekki flugmiða til Íslands í bingóinu. Sá strák sem er alveg pottþétt bróðir Eyleifs á Akranesi, spurði hann samt ekki. Dansaði við mann sem er geggjaður dansari, snérist í hringi og var vippað út og suður, fann hvað ég saknaði þess að dansa og langar bara að fara á dansnámskeið þegar ég kem heim. Verð bara að finna mér dansfélaga, verst að Baldur er norðurlandinu annars gæti eg platað hann með mér eins og í denn :)
Eftir þorrablótið fór ég á skemmtistað sem var í einhverskonar skemmu með Anitu og Hernandes og þar voru allir uppáklæddir í búningum hrikalega fyndið. Hátið fyrir The burning man sem er alltaf í eyðimörkinni í ágúst. Allir voru í bullufullir eða reykjandi einhvern óþverra.
Lærði það að gras og hass er ekki það sama. Prófaði það ekki en var vandlega skýrt út fyrir mér munin. Man samt ekki munin :)
Stal 4 Liljum í Golden Gate park þar sem þær voru í lange baner :)
Vann hjá Mickey, passaði sólu og sascha var í myndatöku með Helgu að taka myndir af innanhúsarkitekt. Fórum í hús í gær sem er geðveikt stórt, kuldalegt að mestu og ég vildi ekki búa þar. EN þar var sundlaug ,heitir pottar, foss í sundlauginni. EItt herbergi þar sem einn veggurinn var með innbyggðu bíói. SJónvarpið sem sagt þakti allan vegginn og var byggt inní hann. Það var barskápur sem heldur víninu í réttu hitastigi þannig að þegar Helga var að taka myndir þá var hún með hann opinn og allt í einu fór einhver vifta í gang inni í skápnum. Ætli það hafi ekki verið svona 500 flöskur af bestu gerð þarna inni. Já og hvað gerir fólkið! ha ! það er með barnaheimili einhverskonar er komin með 18 stykki hér um landið. Ja maður fer nú bara að hugsa sinn gang sko hehe.

Jæja er að fara að passa Sóluna mína
meira seinna

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ gaman að þú skulir hafa drifið í því að blogga..en mamma þí talaði við mig í dag vúú vildi bara ða þetta væri ég sem væri að fara með....

Nafnlaus sagði...

Jú jú bara min á lífi var að verða leið að kíkja á bloggið ALLTAF og frekar svekt ekkert blogg en núna get ég farið ánægð að sofa þú skemmtir þér sel og bíður spennt eftir okkur Erlu og eru fleiri að koma til þín....
en ég er að fara í bústðarferð með systrunum um helgina og frekar spennt hvað við gerum núna af okkur.
Stubbaknús

Nafnlaus sagði...

Hæ krúsa!
Takk fyrir frábært bréf, skrifa þér um helgina.
Það biðja allir að heilsa þér hér í leikskólanum.
Daði er náttúrulega á Sólinni, Alma skrapp til Þýskalands að passa litla handboltastjörnu og Bergþóra flytur til Danmerkur í sumar uhhhhhhh....
Anna er komin aftur þannig að þetta er allt í fína hér bíðum svo bara eftir þér haaaaaa..
Góða helgi!!
ÞJJ

Nafnlaus sagði...

Elsku Harpa!
Við vorum að skoða myndir af þér í tölvunni, það er komin tölva á Sólina.
Allir biðja að heilsa.
Á morgun er náttfatadagur hjá okkur þá verður gaman.
Knús frá öllum á Sólinni.

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun í hinu útlandinu flakkarinn þinn.
Ég er ótrúlega stolt af þér hvað þú ert dugleg að ferðast um g auðvitað að taka myndir.
EN njóttu þess og góða skemmtun í góða veðrinu
kissi kiss

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta pæta! Ég reikna með að nú sért þú komin í strápyls og farin að dansa á ströndum Hawaii.....ekki slæmt það. Hafðu það gott og hlakka til að heyra ferðasöguna.
Knús
ég