Er ekki komin tími til að segja ykkur pínu frá ferðalaginu mínu!
Þannig var það að ég fékk ódýran farmiða til Hawaii. Þannig að ég ákvað að skella mér á fimmtudagskvöldi og koma svo heim á miðvikudagsmorgun. Pantaði mér gistingu á Hosteli/farfuglaheimili.
Ég hélt nú alltaf að Hawaii væri bara ein eyja en nei nei aldeilis ekki Hawaii eru 8 eyjur. Ég fór til Honolulu sem er á eyjunni Oahu.
Flugið byrjaði nú þannig að flugfreyjan söng í hátalarakerfið ýmis lög fyrir okkur og hressti alla farþega við :) ég hugsaði nú bara, jæja fyrst hún er svona, hversu fullir eru þá flugmennirnir hehe. En já flugið gekk vel ég horfði á Dreamgirl í sjónvarpinu og svaf svo í nokkra tíma.
Kom til Hawaii klukkan 22, okkur var sagt hvar við ættum að ná í töskurnar okkar, ég fór að sjáfsögðu á vitlausan stað, haha fór í D en ekki G eins og ég átti að gera. Reddaði mér svo fari með einhverri skutlu (sko bílskutlu) á Hostelið.
Já! það er alveg furðulegt hvað allt getur litið vel út á mynd sem maður skoðar í bæklingum eða á netinu. Haha Hostelið leit ekki alveg eins nýtt út í alvörunni eins og það leit út á myndum hehe. En það var bara fínt maður. Svona eins og 1 stjörnu pleys. Það var að minnsta kosti sturta, klósett með rennandi vatni og beddi til að sofa í.
Ég var í herbergi með 6 rúmmum og það voru tíð skipti á gestum. Einn gesturinn var þó komin þegar ég kom og fór eftir að ég fór. Það var fyndnasti gesturinn. Hún er fyrrverandi ballet dansmær, tágrönn og í algjörum pæjufötum. Hún er um 80 ára gömul og gengur í bandabrók. Hahah ég bara næstum dó þegar ég sá það. Þó hún gangi í bandabrók og sé alltaf vel til höfð þá gengur hún ekki um með tennur í báðum gómum. í efri góm er þetta fína sett. EN í neðri góm er allt innfallið. DÍSES hvað er hún að spá, ég er nú með nokkrar tilgátur. Til dæmis um að hún hafi farið á ströndina og í sjóinn og misst góminn úr sér. Eða að hún hafi farið á ball, fundið sætann kall til að kúra hjá og hreinlega gleymt tönnunum hjá honum. Já hvað veit maður??? En að minnsta kosti talaði hún og talaði og ég skildi ekki orð. Brosti bara eins og glaður aumingi og sagði já þegar ég hélt að það ætti við. Ég fór svo að hugsa djöfull er ég slök í enskunni, en þegar stelpurnar sem voru með mér í herbergi sögðust ekki skilja hana heldur þá komst ég að því að þetta var hennar vandamál ekki mitt. Haha en hún fær fyndnu tannverðlaunin hjá mér :)
Já á Hawaii er bara yndislegt að vera. Vegna þess hversu frábært er að vera þar þá vaknaði ég alltaf fyrir allar aldir og fór út í morgungöngu. Labbaði mér og keypti nýkreistan ávaxtasafa gekk svo til baka á Hostelið kjaftaði við stelpurnar sem voru vaknaðar og svo var farið út. En kannksi sagði ég nú ekki alveg rétt frá því að ég var vaknandi alla nóttina (eða næturnar) því að það voru alltaf að koma fluttninga/sendibílar á hótelið við hliðina og þið vitið hvað píppið er skemmtilegt þegar bílarnir eru að bakka. ARRRG.
Einn daginn fór ég á strönd með kínveskri stelpu, hún var með bíl og við keyrðum á norðurhluta eyjunnar þar sem mikið eru um brettafólk og öldurnar geðveikar bara alveg við land. EKKI fjölskylduvæn að mínum dómi. Ég rétt fór útí og drullaði mér bara uppúr aftur því að ég ætlaði sko ekki að fara að drukna þarna. En það var bara voða gaman að fara þetta og líka bara að sjá umhverfið og náttúruna á eyjunni.
Ég fór til Hanama bay og snorklaði þar í nokkra tíma með fiskum, sá samt enga skjaldböku, en ég sé þær bara næst :) Þetta var besti dagurinn minn á Hawaii, mér fannst ótúrlega fallegt, ströndin var svo hrein og þetta var allt eitthvað svo ævintýralegt.
Einn daginn fór ég í fossaskoðunarferð, hahaha fossar já já eða bara svona litlar lækjarsprænur. Gædinn var skemmtilegur innfæddur maður sem talaði allan tímann og var ótrúlega fróður. Greinilega mikið náttúrubarn, hann sagði okkur margar skemmtilegar sögur og sýndi okkur náttúruna. þessi dagur var skemmtilegur þó að ég hafi nú orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með fossana.
Ég rölti þarna um, fór í moll, fékk góðan mat að borða, fór á ströndina, lá pínu í sólbaði og svona bara allt í rólegheitunum.
Síðasta daginn minn kom Aníta vinkona mín til Hawaii og ég hitti hana og vin hennar. Við fórum á ströndina og fórum svo út að borða. Seinni partinn fórum við svo heim til hans og konunar hans og ég var þar, þar til ég fór í flugið.
Flugið heim var fínt ég horfði á Rocky Balboa og svaf svo þar til að flugvélin fór að lækka flugið.
Yndislegri ferð var lokið og mig langar að gera eitt, fara aftur :)
Vona að þetta hafi gefið ykkur pínu innsýn í ævintýrið mitt :)
20 mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hljómar frábærlega - það hefði verið ossalega gaman að sitja þarna með þér og reyna að tala við hálftannlausu konuna, þvílík snilld, hvernig ætli við verðum í ellinni, hahahha
hlakka til að heyra frá þér og hlægja svolítið með þér sæta mín:)
Þetta hefur verið alveg frábært hjá þér, góð þessi gamla..
ekkert smá ferðasaga, ég prentaði hana sko bara út og las hana upp í rúmi, úti var vonsku veður og ég lét mig dreyma um að ég væri á sólarströnd líka!!!! Greinilega góð ferð hjá þér dúllan
KV eLLa
Skrifa ummæli