24 mars 2007

Laugardagur og fleiri hugleiðingar


Tók þessa sjálfsmynd á Hawaii þegar ég var á Hanamabay að snorkla :)
Var að vinna í dag með Helgu. Fór og keypti mér harðann disk til að setja myndir inná. Svona fartölvur eru víst fljótar að fyllast af myndum. Sérstaklega þegar maður er með öfluga myndavél sem tekur stóra fæla. Nú og til að vélin virki vel þá bara tæmir maður hana og setur í geymslu.

Dagurinn er búinn að vera frábær. Ég fór og keypti miða á NBA körfuboltaleik fyrir mig og Helgu. VIð förum á mánudaginn á leik með Golden State Warriors (sem er mitt lið í Oakland) og San Antonio Spurs. Verður öruggleg rosa gaman. Meira um það síðar :)
Ég talaði við elskurnar mínar þær Hönnu og Ásu á skype og þær skáluðu fyrir mér í eplasnafs :) því þær voru að fara á djammið.
Ég talaði við mömmu sem var að koma úr leikhúsi. Söng fyrir hana Amaxing Grace og svona :)

Ég hef fundið það eftir að ég kom hingað (og í lífinu almennt) hvað fjölskyldan mín og vinir mínir eru mér mikilvægir.
Hef átt margar einverustundirnar hér og þá fer maður ósjálfrátt að hugsa heim.
Hverjir eru vinir mans og hverjir eru kunningjar og hverjir eru ekki neitt.
Með hverjum langar mig að deila fleiri stundum með og hverjir eru allt í einu ekki inni í þeim hópi, hverjum er ég búin að kynnast lítið og langar að kynnast meira.

Það eru vinir sem maður heyrir aldrei í en eru samt góðir vinir mínir og aðrir sem maður heyrir kannski meira í en eru alltaf samt á þessu kunningjastigi ef maður má kalla það svo.
Þetta minnir mig á mömmu og frænku/vinkonu hennar. Heyrðust að mér fannst bara aldrei, en voru samt bestu vinkonur og þóttu svo undurvænt um hvora aðra. Ég skildi það nú ekki þegar ég var unglingur að þær væru svona miklar vinkonur og heyrðust aldrei, ég var varla komin inn úr dyrunum frá vinkonu minni áður en önnur okkar hringdi í hina.
En í dag skil ég þetta mun betur og er eins og mamma suma vini hitti ég örsjaldan en þegar við hittumst þá var það eins og við hefðum hist í gær. Tölum um allt milli himins og jarðar og rosalega gaman. En svo eru það aðrir sem ég hitti kannski á förnum vegi, einhver sem var mér mikilvægur áður en við höfum í raun ekkert um að tala. Vaxin frá hvoru öðru.

Hvað veldur? Hvers vegna kemur fólk og fer í lífi mans?

Hanna var að spyrja mig hvort að ég hefði ekki kynnst einhverju fólki hér (man nú ekki hvernig þetta kom til, en þú bara segir frá því í kommenti eða þið tvær, Ása og Hanna).
Svarið frá mér var nú bara: Nei ég þekki nóg af fólki, nenni ekki að kynnast fleirum.
Ha ha já pínu fyndið þar sem ég er nú hér á framandi slóðum og ætti að vera að reyna að kynnat fólki (sem ég náttúrulega er að gera). En það er einhvernvegin ekki eins mikilvægt fyrir mig eins og áður.
Ég er búin að fylla kvótann í bili og verð að bíða eftir næstu kvótaskiptingu.

Ég fékk svo flottar bækur frá Hönnu og Örnu í jólagjöf, þið vitið svona málsháttarbækur, og þær segja svo margt satt.

Þessari setningu fletti ég uppá í dag:
Vinátta er uppspretta hinnar mestu gleði,án vina væri jafnvel ánægjulegasta iðja leiðinleg. (Tómas Aqunas)

Setningin á eitthvað svo vel við mig núna, stundum langar mig að fara eitthvað hér í nágrenninu, fer á staðinn og það sem væri svo stórkostlegt að sjá eða upplifa með vini, er bara ekkert spes þegar maður er einn.

Held ég sé meiri félagsvera (háðari fólki...) heldur en ég gerði mér grein fyrir.

Þó að mér líði nánast alltaf vel hérna þá finn ég að ég á heima þar sem vinir mínir og fjölskyldan mín er. Ég er hætt við að fara til Afríku eða Japan eða Hondurass til að búa ein með sjálfri mér. Nei grín, var ekkert að spá í því.

Er bara á leiðinni heim til ykkar :)
alveg á næstunni

En fyrst ætla ég að fá ykkur (að minnsta kosti einhver ykkar) í heimsókn :)

knús á laugardagskvöldi

ykkar

GHarpa

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú veist að hjá mér er það ekkert bara orðin tóm, að þú ert bestasta besta vinkona mín:)

Og rosalega öfunda ég þig sérstaklega af NBA leiknum;-)

Nafnlaus sagði...

Þetta eru góðar hugleiðingar hjá þér og já maður getur vitað þegar eitthvað bjátar á hverjir eru vinir mann og aðrir góðir kunningjar. Það er reyndar líka gott að eiga marga góða kunningja en fáa og góða vini sem er mikill munur á.
Við vitum báðar að maður gefur svo mikið af sér til góðra vina og ef þeir eru of margir þá er erfitt að geta gefið þeim öllum sem þeir þurfa þess vegna er líka gott að eiga góða kunningja sem maður skemmtir sér vel með ;)
Takk fyrir skemmtilegt spjall í gær og þetta var skemmtilegt kvöld en pínu þreyta í gangi í dag en engin þynka hehe
Jamm sex mánuðir erlendis úff langur tími en eftir 113 daga þá sjáumst við þegar ég kem út til að sækja þig og hafa þig á Íslandinu góða
Eigðu góðan dag min góða vinkona og vonandi get ég sent þér myndirnar sem ég tók fyrir þig en kliiakði á honum "Hannesi" ;)

Nafnlaus sagði...

Svona skrif líka mér vel!!! Já, auðvitað lítur maður öðruvísi á lífið þegar maður hefur elst og reynt hitt og þetta. Það sem ég hlakkaði mest til þegar ég var lítil stúlka var að verða fertug(vissi ekki af hverju fertug varð fyrir valinu fyrr en það var liðið- skildi það þá), og að verða gömul af því að þá myndi ég vera svo vitur og róleg inní mér. Ég hlakka ótrúlega til að verða gömul. Þá verður nú fjör!!! Ekki að það sé ekki nógu gaman núna, jú, jú. Það verður bara færra sem kemur manni úr skorðum. Ég ætla ekki neitt að vera að segja að ég sakni þín neitt -því að ég samgleðst þér innilega að vera að láta drauminn um að fara til Helgu og stunda ljósmyndun-það er ofar eigingirni minni að hafa þig endilega hérna hjá mér. Skemmtu þér bara alveg í botn. Og komdu svo heim og deildu með okkur hinum öllu því dásamlega skemmtilega eða sérkennilega eða sorglega sem þú upplifðir. Það heitir að lifa lífinu lifandi, og er betra en margt annað.
Elska þig til tunglsins og til baka, rokk og ról.
P.S.Keypti mér heilunargræju á dögunum fyrir 270 kall!!!

brynjalilla sagði...

ég skil þig svo vel með vinapælingarnar, einmitt þetta að þurfa ekki að bæta stöðugt fleirum á listann, maður er svo lánsamur að eiga lífstíðarvini hvort sem maður heyrir oft eða sjaldan í þeim. Annars þetta með að vera að kynnast fólki í útlöndum, kannast mjög vel við það, mikil ósköp kynnist maður nýju fólki en ansi fáir sem komast á lífstíðarvinalistann, meira svona kunningjasamaur því maður á heima á sama stað eða er í sama námi!

Nafnlaus sagði...

Rosalega er alltaf gaman að lesa bloggið þitt kella mín. Manni líður alltaf svo vel á eftir....svo mikið af fallegum skrifum hjá þér.
Það er sko gott að eiga góða vini og er hverjum manni nauðsynlegt....að eiga einhvern sem getur lánað manni öxl til að gráta við og sem getur hlegið með manni þess á milli...hlustað og verið til staðar þegar á þarf að halda.
Hafðu það sem allra best krúsin mín....hlakka til að fá þig heim :o)
Knús
Ég

Nafnlaus sagði...

Það er altaf gaman að lesa bloggið
þitt.Þú ert að pæla í vinátu ég helt að maður kynist fólki best þegar maður er ungur er þá meira opin og móttækilegur Við Kristjana
vorum saman á hverjum degi þegar við vorum stelpur og þá myndast tegsl sem eru altaf til staðar þó maður hittist ekki.Stelpurnar sem
voru með mér heimavistaskóla við er um altaf eins og við höfum verið að kveðjast í gær þó við sjáumst mjög sjaldan.kær kveðja Mammagagga

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa þessar hugleiðingar! Þær eiga svo sannarlega erindi til fólks! Og takk fyrir öll kommentin þín á bloggið mitt! Þú ert uppáhaldsgesturinn minn þar!!!! :-)