29 mars 2007

Geggjað veður


Það er búið að geggjað veður undanfarna daga. Í dag vorum við bara úti í allan dag. Sóla og Sascha að sulla í vatni og ég hálfnakin í garðinum að passa þau. Umm sólin er svo notaleg.
Ég fékk 5 sólblóm frá Lexi í gær og er myndin af einu þeirra. Er ekki um að gera að prófa sig áfram og hafa þessar blómamyndir ekki allar eins :)

Við erum að fara í sveitina um helgina til foreldra Davens og það verður örugglega notalegt. Mamma Davens ætlar að sýna okkur einhvern stað þar sem að mikið eru um vilt blóm á þessum árstíma. Ekki veit ég útaf hverju þau eru vilt, eða hvort að við eigum að hjálpa þeim að rata en þetta er planið :) hehe

Ég fór í bíltúr með Anítu í gær, eftir að ég var búin að passa Sólu. Við ætluðum að taka myndir en þar sem hún vissi ekki hvað þetta var langt í burtu sem hún ætlaði að sýna mér þannig að við bara keyrðum í 3 tíma og tókum nánast engar myndir. Tók að vísu mynd af brú sem var mynd dagsins í gær.

BJörk ég er svo spennt yfir þessari heilunar maskinu þinni að þú verður að skrifa mér um hana eða setja eitthvað pínu meira hér á bloggið. Ertu nokkuð búin að fá pakkann frá mér?

Bergur ég fæ alltaf endursent þegar ég reyni að senda á þetta mail en þetta dót sem ég átti að senda er farið af stað.

Núna er það nýjasta hjá mér að ég er að hugsa um að fara til Kanada í pínu heimsókn til Snorra (hann var með mér í IR) og fjölskyldu hans. Er búin að hafa samband við hann og hann var hinn hressasti og vill endilega að ég komi. Þannig að það gæti verið að ég skrippi þangað :) tí tí tí.

Svo er ég að fara að panta farmiða fyrir Munda bróður og Kristianna var að segja mér að hún væri örugglega að koma :)

Brjálað að gera hjá minni :)

jæja farin í bili

knús

Harpa

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir sólblómið! :-) Og gangi þér vel í allri skipulagningunni!! Hér er vorið að banka á dyrnar.

Nafnlaus sagði...

Takk elsku bestasta besta, þú ert æði;) er mail-ið ekki velvirki5@est.is ?

Nafnlaus sagði...

Kvitt kvitt kvitt...

Brjálað að gera hjá minni líka...he he he. Var að skoða myndirnar þínar. ÆÐI!

Knús

rugnilðiK

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flottar blómamyndirnar þínar, ég nota þær á desktopnum hjá mér og dáist af þeim. Þó ég hafi aldrei verið neitt mikil blómakona þá sé ég þau í öðru ljósi þegar þú hefur myndað þau.
Góða helgi krútt!!
ÞJJ

Nafnlaus sagði...

Flotta sólblómið þitt ;) Þú ert nú líka algjört sólblóm. Hafðu það gott í sveitinni um helgina heyri í þér eftir helgi.
Ég verð að undirbúa og vinna í fermingarveislu alla helgina.
Takk fyrir skilaboðin í morgun!!!
Knús knús

Ágústa sagði...

Hæ skvísí,

var að enda við að lesa mig til dagsins í dag, hef ekki mátt vera að því að bloggrúnta undanfarið, brjálað að gera hjá kerlu ;)

Vona að þú skemmtir þér vel í sveitinni um helgina og hafir það notalegt í sólinni.

Er farin að sjá páskafríið í hyllingum... þessi fermingartörn er búin að vera í meira lagi strembin, en við erum farin að sjá fyrir endann á henni sem betur fer! Mesta vinnan er þessa helgi, 8-19 lau, sun og mán - svo fer þetta að lagast :D

Heyrumst þegar þú kemur úr sveitinni.
Bæjó spæjó
Gústa ljós

Nafnlaus sagði...

Pabbi þinn kom í kaffi í dag. Benti mér á fuglamyndina á flickr. ALGJÖR SCHNILLD!!!!!!!!!!!!
Faðm!
Stebbi

Nafnlaus sagði...

Pakkinn er ekki kominn. Heilunargræjan líkist penna að stærð og lögun. Úr gulli-að sjálfsögðu-með haus sem má ekki snerta,ferkantaðan og þunnan eins og flögu. Í hausnum eru tengingarnar við rásir út og suður(þú skilur þetta). Hef notað hana talsvert undanfarið, gengur vel. Sumir kúnnar mínir lýsa þessu eins og plóg sem fer um rásirnar. Frekar öflugt myndi ég segja. Gott til að gera við skemmdir. Meira seinna ég þarf að fara að aðstoða við fermingarveislu út í bæ. Bæ, bæ.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ alltaf gaman að lesa bloggið þitt, það er alltaf svo mikið að gerast hjá þér, kveðjur héðan
Stína og co.....

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ alltaf gaman að lesa bloggið þitt, það er alltaf svo mikið að gerast hjá þér, kveðjur héðan
Stína og co.....