
VIð Helga fórum á körfuboltaleik í kvöld. Ég fór sem sagt á minn fyrsta NBA leik og sjálfsagt þann síðasta :)
Við fórum að sjá The Warriors á móti Spurs. Warriors eru frá Oakland og því eru þeir okkar lið.
EIginlega í stuttu máli sagt þá skíttapaði mitt lið :) en það var allt í lagi við vorum svo sem ekkert alveg brjálaðar yfir því þó okkar lið tapaði með 37 stiga mun. He he
En upplifunin var skemmtileg. Alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og okkur frænkunum finnst gaman að gera eitthvað saman.
Já takk fyrir öll kommentin, það er gaman að sjá að einhver er að lesa og nennir að eyða pínu af sínum mikilvæga tíma til að gefa mér smá feedback. Það er alveg hundleiðinlegt að vera að skrifa og skrifa hér og fá svo aldrei svar frá neinum, þá gefst maður bara upp. En eins og Bergur vinur minn sagði, ja ég veit allt um þig og þú ekkert um mig! Það er satt ég veit ekkert hvað þið eruð að bralla en þið vitið næstum því hvenær ég hnerra. (ætlaði að setja sko pr.... en fannst það einum of híhí)
Er að hugsa um að hafa mynd morgundagsins sjálfsmynd, en er ekki alveg búin að ákveða það. Kemur allt í ljós. Ég verð nú að fara að gera eitthvað í stúdíóinu mér til skemmtunar og fróðleiks.
Það er svo fyndið að vera hérna með henni Helgu. Við erum að kynnast í rauninni í fyrsta skiptið á ævinni og það að búa með einhverjum gefur manni það að maður kynnist manneskjunni vel. Sér allar hliðar bæði spari og hversdags. Það er svo skemmtilegt. Við erum að sjá takta sem við þekkjum hjá öðrum einstaklingum sem við þekkjum og ég fæ oft að heyra: Núna varstu alveg eins og PABBI, AMMA, PABBI ÞINN, MAMMA ÞÍN. Hún er alltaf að sjá þau í mér og ég að sjá Sigvalda pabba hennar í henni. Hún er alveg ótrúlega lík pabba sínum.
Það var svo frábært að heyra í Ásu og Hönnu að fara á djamm og eftir djamm um helgina. Mikið saknaði ég þess ógurlega að vera hjá þeim og fara að tjútta. Ég fékk sendar myndir af djamminu og frá Laufskálaréttum og svona. Veit ekki hvort að það var það eða eitthvað annað en ég varð alveg ferlega aum eitthvað. Langaði ekkert að vera hér, langaði ekkert að gera neitt og vildi bara helst fara heim. Það hafa nú ekki verið margir daufir dagar en mér bara hundleiddist og langaði ekki neitt. En ég dreif mig út, fékk mér mexikanskan mat (sem er í uppáhaldi núna) og fór svo og skoðaði tjörn sem er hér rétt hjá. Tók fullt af myndum og gekk um, mér fannst nánast allar myndirnar alveg glataðar og henti svona 3/4 af myndunum. Mér var nú sagt það í Iðnskólanum oftar en einu sinni að maður á að vera duglegur að GRISJA myndirnar sínar. Ég er búin að vera dugleg að taka til í myndunum mínum og á það eftir að koma mér til góðs síðar :)
En já núna er ég bara í góðu lagi og fer bara að sofa :)
VINUR GETUR FLUST Í BURTU -
SVO LANGT AÐ ÞÚ SÉRÐ HANN ALDREI AFTUR .
EN SAMT ER HANN HLUTI AF ÞÉR TIL EILÍFÐAR.
knús elskurnar mínar
Guðbjörg Harpa
Engin ummæli:
Skrifa ummæli