18 mars 2007

Ég veit eg er pinu löt stundum

Æ sorrý sorrý er búin að vera svo löt að ég hef ekki nennt að blogga um Hawaii eftir að ég kom heim. En hjá mér er það að frétta að ég er með bótox varir eða þannig. Tvöfaldar varir af blöðrum og öðrum viðbjóði því að mér tókst að brenna á vörunum. En það fer nú allt að lagast. Nú er blöðrutímabili lokið og það er pínu hrúður sem er að rifna af og í stað þess kemur sár sem vonandi grær NÚNA, eða að minnsta kosti fljótlega. En þetta hefur svo sem ekkert verið alveg hræðilegt. Mér var bara bent á að hafa varirnar alltaf blautar, nota til dæmis vaselín til þess og það hef ég gert ásamt því að bera á mig frábæra Aloa vera varasalvan minn frá Amalíu minni.
Sólarofnæmið er alveg að hverfa þannig að allt er að komast í samt lag :)

Ég var að setja nýjar myndir á báðar myndasíðurnar þannig að þið ættuð nú endilega að kíkja á þær :)

Engin ummæli: