04 maí 2007

Ut með draslið

Jæja maður er alltaf að henda eins og þið vitið
Ég er nú búin að losa mig við alskonar drasl á meðan ég hef verið hér. Ég er að hugsa mín mál og hreynsa út úr hjartanu og huganum og gengur bara vel.
Ég ákvað að prufa að fara í smá hreinsun í skrokknum líka. Er því að fasta í tvo daga. Drekk bara einhvern ógeðsdrykk (hann er samt ekkert hrikalegur), þamba vatn og tek vítamín. Þetta er ég að gera til að hafa áhrif á skrokkin, er að vonast til að ég nái að hreynsa út þessa miklu sælgætislöngun sem ég er með. Ég gæti bara borðað súkkulaði í öll mál. En það er víst bannað svo ég komi ekki með hamborgararassinn heim (ja eða súkkulaði rassinn) humm svona þegar ég hugsa það betur eru þá ekki súkkulaði gæjar svo flottir!!! Kannski ég gerist bara súkkulaði gella hehe.
EN já ég var sem sagt með afeytrunarkvilla í gær. Var bara með hausverk dauðans. Held að það sé af því að ég var rosalega dugleg í kókinu og skyndibitanum. Ég er nú bara nývöknuð núna og ég er ekki með hausverk, ég vona bara að ég verði ekki að drepast í dag. Er að fara að vinna pínu hjá Mickey, taka myndir af baðherberginu hennar og setja inn á síðuna hennar og eitthvað mosaik sjálfsagt.

Já og núna eru bara 5 dagar þangað til hann brósi minn kemur til mín. Það verður gaman að fara með hann hérna um allt. Vonandi verður jeppinn kominn í lag...

jæja bæ í bili

Harpa hreyna

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er náttúrulega klikkað ... timburmenn eða frákvarfseinkenni ... það er auðvita fullt af koffíni í súkkulaðinu!! úff það er eins gott að fara varlega í það að taka súkkulaði út úr fæðuhringnum, maður þarf líklega að trappa sig niður í rólegheitunum, ég alla vegana tek súkkulagði ekki út í dag því ég reikna með timburmönnum á morgun tengdum óvissuferðinni sem ég er að fara í, ekki eru súkkulaði timburmenn á þá timburmenn bætandi:)
chillimarmelaðið verður allsráðandi um versló:)
hlakka til að fylla kofann af fólki og djamma með því um versló:)
kosssar og knús og sakanaðarkveðjur úr keilusíðunni

Nafnlaus sagði...

hólý mólý, hvað ég þyrfti að fara í svona afeitrun. Nebbbbbblilega elska súkkulaði og fleira í óhollustu geiranum.
knús hin guðbjörgin