13 maí 2007

Mæðradagurinn


Myndin er af okkur systkynunum þegar við vorum að japla á harðfiski frá Mömmugöggu og pabbanabba. :)

Díses maður loksins þegar ég ætlaði að fara að vera hrikalega dugleg að blogga þá bara ætlaði ég aldrei að komast hér inn. He he mín ekki alveg að muna öll þessi leyniorð sem þarf að muna í dag. Já það er nú ekkert smá af leyniorðum sem maður þarf að muna, Ha. Nú til dæmis bankareikningar, heimabankinn, bloggið myndasíðan, hin myndasíðan, humm er þetta allt það getur ekki verið en ég bara man ekki fleiri í bili hehe. Kannski er það bara minnið mitt en ekki að ég þurfi að muna svona margar tölur .)

En jæja ég er með hann Munda minn hérna hjá mér. Finnst það voða gott, skrítið en gott.
Við höfum nú ekki verið mikið saman undanfarin ár. Rétt bara svona til að segja hæ og bæ í Danmörku og svo heima á Íslandi. EN hann ætlar að vera hjá mér í nokkra daga og það er mjög gott.
Við erum búin að vera að versla svolítið eða hann sko. Kaupa föt á hann og Daniel. Dót handa Daniel og svona eitthvað bráðnauðsynlegt.

Í dag fórum við í messu á Mæðradeginum. Við fórum í Glide og ég held að það sé bar uppáhalds kirkjan mín. Tja nema Borgarneskirkja (með Þorbirni Hlyni) á jólunum. Dagurinn var helgaður mæðrum, ja eða bara konum almennt. Það var ekki þessi venjulega messa heldur voru til dæmis 4 konur sem sögðu frá því hvernig þær hefðu upplifað að vera móðir. Ein þeirra á þrjú börn (það er fæddi þrjú börn) og u.m.þ.b. 70 fósturbörn. Hugsið ykkur fórnfýsina. Slatti af börnunum hennar voru í kirkjunni og komu einhver upp á svið til hennar og færðu henni blóm.
Það kom þarna kona og var með smá tölu. Hún sagði frá því að hún hefði komið í Glide fyrir 10 árum síðan. Heimilislaus og alslaus. Í mikilli neyslu vímuefna og með ungann strák sem var með mikla félagserfiðleika. Hún kom fékk ráðgjöf í kirkjunni. Tók þátt í ýmsum hópum þar sem hjálpuðu henni mikið.
Hún er núna án vímuefna, búin að ljúka námi í viðskiptafræði, á helminginn í Limmósíu bílastöð og það allra besta er að strákurinn hennar var að fá einhver verðlaun í skóla og var að fá lærlingapláss í lögfræði. :) er ekki lífið yndislegt þegar maður kemst uppúr drullunni og í sönginn og blómin :)

Eftir kirkjuna fengum við okkur hina heimsþekktu blondispitsu. Þaðan var haldið í Kínahverfið. Sáum skóbúð á leiðinni og haldiði bara ekki að drengurinn hafi gengið út með tvenn skópör :) Suss duglegur þegar hann fær svona góða hjálp :)

Við röltum um kínahverfið og skoðuðum í búðir. Það er ein kirkjubúð þarna og hún er bara geggjuð. Ég fer nú alveg að hallast að því að íbúðin mín litla sæta verði öll í krossum og englum svona í framtíðinni. Þetta er alveg ferlegt ég er bara svo hrifin af þessu dóti. Ekki það að það sé eitthvað slæmt en öllu má nú ofgera. Ég líka tými ekki að henda neinu því allir hlutir eiga sína sögu (hehe þó svo að ég muni þær kannski ekki allar) en já ég sá þarna svakalega flottan keltneskan kross, sem mig laaaangar svo í, kaupi hann bara í næstu kínahverfisferð. Hljóta að koma fleiri tækifæri :)

Nú eftir Kínahverfið fórum við í Hippahverfið :) Já gerðum bara það sama þar. Skoðuðum fólkið og búðirnar. Skemmtilegt að koma þangað.

já dagurinn og síðast liðnu dagar búnir að vera okkur systkynunum mjög góðir. Vona að Mundi samþykki það :)
Við erum bæði búin að vera hress fyrir utan eitthvað bakkjaftæðis í mér.
VIð ætlum á morgun til Alcatraz, hlökkum mikið til þess. Vonandi koma einhverjar myndir inná Flickr af því annað kvöld. Tja að minnsta kosti mynd dagsins. :)

knús í krús
ég ætla að lesa pínu og hlusta á sálma með Ellen.

Sá að ekkert hefur breyst heima :) þ.e. við að skíta á okkur í Júróvísíon og Ríkistjórnin hélt velli.

Skrítið í dag hugsaði ég ekki um annað en að fara á hestbak.
MIG LANGAR SVO ÓSKAPLEGA AÐ FARA Á HESTBAK AÐ ÉG ER AÐ HUGSA UM AÐ KAUPA MÉR VOÐA FLOTTA HESTASKÓ TIL AÐ VERA NÚ Í GÓÐUM SKÓM ÞEGAR ALLT HESTAFÓLKIÐ MITT FER AÐ BJÓÐA MÉR Á BAK. :)
Á buxurnar góðu...

knús bæ

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl elsku frænka mín. Ég ætla rétt að heilsa upp á þig, en tími minn er naumur. Jóhanna er líka svo oft í tölvunni á kvöldin eitthvað að vinna myndir og svoleiðis, þá helst hefði ég tíma til að kíkja á bloggið þitt. Ég hef svo brjálað að gera að það er eiginlega, já erfitt. Því ég þarf að einbeita mér að því að hafa eitthvað frí til að hvíla mig. Ég þarf að vera ákveðin í því hvenær ég ætla ekki að vinna, því það er mikið af fólki sem vill komast til mín. Og það er ekki gott að láta það bíða lengi. Ég var að kenna á reikinámskeiði um helgina í Reykjavík- kenni líklega áfram þar næsta vetur. En nóg um það allt saman.
Gott að þú ert að aðstoða bróður þinn í versluninni-það er alltaf gott að kunna að versla-og reyndir menn í því fagi ekki á hverju strái. Bið hjartanlega að heilsa honum með von um góða daga jafnt í verslun sem viðskiptum þarna úti. Þarf að fara núna- kíki kannski á síðuna um helgina, sunnudaginn ætti ég að hafa tíma, sjáum til. Ég dauðöfunda þig af því að geta farið í svon heilunarmessur-þvílík snilld og fróun því fólki sem á um sárt að binda! Svo veit ég auðvitað hvað bænin gerir þarna úti í kerfunum fyrir ofan okkur-frábær aðferð til að vinna með fólki!!!
Elsk og faðm frá Íslensku fjöllunum og álfunum- og mér.

Nafnlaus sagði...

kíkkiti kíkk
bara að kvítta fyrir heimsókn hingað, haltu áfram að njóta þess að vera með honum bróður þínum,
kossar og knús

Nafnlaus sagði...

Kvitta á komment! Hæ pæ, bara að láta vita að ég fylgist með þér :) Skemmtið ykkur vel.

Nafnlaus sagði...

hæ skvís!
Já ég efast nú ekki um að það sé stoppað í skóbúðum ef ég þekki mína konu rétt.....og ekki spurning um að láta kallin kaupa nokkur pör :o)
Já reiðbuxurnar góðu.....það er spurning hvort að það sé ekki betra að láta einhvern sjá um að passa uppá þær híhíhí.....hlakka til að fá þig heim og fara með þig í róamantískan útreiðartúr í íslensku síðsumarsblíðunni.
Knús og bæ
Hestamaðurinn