06 maí 2007

Heilunarmessa i Glide :)


Fór aftur í Glide í dag. Í dag var tveggja tíma heilunarmessa. Mikið var yndislegt að koma þangað. Það voru sungin þrjú af mínum uppáhaldslögum. Ave María, Amazing Grace og Bridge Over Troubled Water. Öll voru þau sungin af einlægni en þau voru líka pínu öðruvísi en maður á að venjast. Það er það skemmtilega við það að vera hér. Það þarf ekki allt að vera eins og það hefur alltaf verið, maður þarf ekki að gera nákvæmlega sama og allir hinir. Það var til dæmis ungur strákur sem söng Ave María á spænsku og spilaði undir á gítar, var með mjög fallega útsetningu á laginu. Heilunarmessan fór þannig fram að fyrst voru pínu tölur haldnar og svo var fólki boðið að koma uppá svið og segja sýna bæn. Það gat verið fyrir þeim sjálfum, einstaklingum eða hverju sem var. Ein bað til dæmis fyrir öllum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Það kom maður sem sagði frá því að dóttir hans dóttursonur og frændi hefðu dáið í bílslysi fyrir ári síðan. Brotnaði nánast niður og þakkaði Glide kirkjunni fyrir alla hjálpina og bað um heilun til að ná sér. Hræðileg saga sem hann sagði. Hann þurfti að bera kennsl á barnabarn sitt og frænda en því miður voru engar jarðneskar leifar eftir af dóttur hans, það fannst honum hræðilegast að hafa þrjár kistur við greftrun og í einni kistunni var enginn. EIn konan var greinilega ekki í góðu sambandi við dóttur sína og hún kom uppá svið talaði í míkrafónin og hélt gsm síma upp að eyranu. Hún sagði vitiði að ég er með dóttur mína í símanum. Mig vantar hjálp til að yfirstíga erfiðleika í samskiptum okkar. Já það var margt skrítið sem gerðist. Margt mjög ánægjulegt og ég var með táraflóð svona um það bil helming tímans myndi ég halda. Já þið þekkið mig :) Ef ég heyri að einhver á svona bágt þá verður samkenndin bara eitthvað svo voðalega sterk og ég bara ræð ekkert við það. Fer að hugsa um fólkið mitt og þá leka fallegu tárin mín í stríðum straumi. Fæ meira að segja tár núna þegar ég er að skrifa þettal. (humm þetta fer nú bara að vera fyndið)
EN það skrítnasta og óvæntasta í athöfnini var stelpa á mínum aldri sem fór upp. Sagði að hún vildi senda heilun til vinkonu sinnar sem væri að kveðja heiminn hún væri með krabbamein og ætti heima á Íslandi. Ég hugsaði bara strax vá þekkir einvhern á Íslandi. Svo sagði hún mig langar að fara með bæn sem að amma mín kenndi mér. Faðir vor, þú sem ert á himnum ...
Já var þá ekki bara komin Íslensk stelpa í Glide :) Ég að sjálfsögðu fór og talaði við hana og hún var þarna með vinkonu sinni :) við skiptumst á símanúmerum og ég ætla að hringja í þær bráðum. Þær eru hér í skóla. Önnur í skiptinámi frá háskólanum en hin í rannsóknarstarfi hér.
En ég meina hverjar eru líkurnar þegar maður fer í svertingjakirju í Ameríku að heyra Faðirvorið á Íslensku?!!

Veðrið í dag var yndislegt. Sól og heiðskýrt og um 30 stiga hiti. Á morgun á að vera svipað gott veður :) og mér finnst það bara æðisleg tilhugsun tra la la .
Núna er alveg ótrúlega stutt þar bróðir minn kemur að heimsækja mig og ég hlakka alveg rosalega til :)

Talaði við Nönnu mína á Skype í dag, sá Ómar og Jón Skúla :) Já Nanna ekki alveg búin að gleyma mér. Hún var nú með pínu samviskubit kellingin mín því við höfum ekki heyrst svo lengi.
Var einmitt að hugsa að þegar maður bloggar svona þá heyrir maður ekki í neinum. Allir vita hvað ég er að gera þó að ég viti ekki neitt hvað þið eruð að gera! Já tæknin eins og hún er frábært getur stundum dregið úr samskiptum, ö eða þannig.
Ég gæti nú ekki talað svona oft heim ef ekki væri fyrir skypið. En maður fær heldur engin bréf eða póstkort eða svoleiðis.
Jú ég lýg því nú... því að í dag fékk ég einmitt voða skemmtilegt bréf :) Takk fyrir bréfið Björk mín :)
Pabbi og Mamma ég var líka að fá póstkortið frá ykkur :) frá Tallin.
Hvað er ég að kvarta ég er bara alltaf að fá póst hehe.

Fékk mitt fyrsta moskítóbit í gær :( sá bara að fluga sat föst á mér og ég þurftir kúbein til að ná henni af mér ... svo í dag sá ég að ég er með rosa kýli á hendinni. Helvítið af henni, ég hélt þær drykkju blóðið en settu ekki eitthvað í mann í staðinn. Ég hef alveg nóg með mitt sko, þarf engar auka kúlur hér og þar. puffff

jæja nú er ég farin í háttin. Þið svona um það bil að vakna og fara í vinnuna, þarna hinu megin á hnettinum.

Ætli ég hlusti ekki fyrst á hann Ella minn Prestley syngja Amazing Grace

já og bara svo þið vitið það þá líður mér yndislega eftir heilunarmessuna og sólina í dag

knús elskurnar

Harpa

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað heitir krabba-konan sem er að kveðja heiminn?

Kiðlingur

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvort ég á að vera að segja þér hvað er búið að vera að gerast hjá mér og mínum, því þá færðu bara meiri heimþrá;-) Sunna hennar Ólu að fermast um þarsíðustu helgi, og Sandra fermist um hvítasunnuna í Reykholti. Svo ef þú kíkir inná "skal.tk" þá getur þú séð vulcan tilbúið:-) jibbí. hlakka til að sjá þig. kv. Urbreg.

Nafnlaus sagði...

gott að heyra að þér líði vel eftir heilunarmessuna, ég hefði örugglega ekki bara tárast heldur brotnað saman þarna, en það er nú bara gott að geta grátið og þannig losnað við uppsafnaða spennu og vandíðan.
Já og hugsaðu þér tilviljanirnar í þessari veröld okkar, það er náttúrulega bara ótrúlegt að einhver af þessum 250 þúsundum okkar íslendingum verði á vegi manns í milljóna borgum, það er bara hreint ótrúlegt.
Hafðu það gott sæta mín, heyri vonandi fljótlega frá þér.
Kossar og knús

Guðbjörg Harpa sagði...

Kiðlingur@veit ekki hvað konan heitir.
Rugreb@Ég er ekki með heimþrá :) sakna bara fólksins míns, engin heimþrá hér :) hér er bara fjör. En bæ ðe vei, kemst ekki inn á þessa síðu þarna.
Hanna Berglind@Já ég er búin að sjá það að ég var ekki að gráta, ég var bara að hreinsa táragöngin, hef heyrt að það er mjög vont ef þau stíflast...

Nafnlaus sagði...

hæ hæ stelpan mín!
Gaman að heyra að lífið leikur við þig þarna úti.
Hér er maður að reyna að ríða út í skíta kulda......væri alveg til í að fá eitthvað að þessum hita sem er þarna hjá þér.
Sakna þín alveg ferlega mikið.
Knús og bæ
Hestamaðurinn :o)

Nafnlaus sagði...

Hefði viljað vera með og upplifa tónlistarflutning í kirkunni með þér. Örugglega mikil upplifun Við hefðum getað grátið síðan saman.
Gott fyrir sálarlífið að gráta svona endrum og eins.
En alltaf jan gaman að lesa um ævintýrin þín.
knús

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ táragöngin þín að stíflast nei nei því hef ég ekki trú á, en þetta hefur sko verið upplifun í messunni, já ég bið að heilsa brósa þínum, hafið það sem best love...ammagella