15 maí 2007

Draumar eða martraðir


Veit nú ekki hvað var að mér í síðustu viku. Mig var bara að dreyma eitthvað algjört kjaftæði. Eina nóttina dreymdi mig að ljósmyndarinn sem ég var að spá í að fara að vinna hjá segði við mig: þú þarft ekkert að koma til mín, þú getur bara farið að passa þessa krakkaasna aftur. Sussu svei orðbragðið hjá manninum. Er nú búin að fá email frá honum þar sem hann biður mig að koma við hjá sér þegar ég kem heim. Vonandi kemur allt gott út úr því.

Aðra nótt dreymdi mig að ég væri að fara í Laufskálarétt. OG ég fékk ekki far með neinum. Átti ekki bíl og náði ekki rútunni og þegar ég spurði Ragga og Stínu hvort ég mætti fara með þeim hlógu þau bara að mér ... Hvers konar fólk er þetta :( en þegar ég sagði HB drauminn minn þá sagði hún bara: hey ég kem bara og næ í þig hehe þannig að það er búið að redda því :)

En já vona að þessum draumum sé lokið í bili. Ætli ég hafi ekki bara verið eitthvað stressuð :)

knús bæ

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já draumar geta verið alveg ótrúlegir, það er eins gott að ég er ekki berdreymin miðað við allt ruglið sem fer í gegnum hausinn á mér á nóttunni:)
en hafðu ekki áhyggjur ég sæki þig ef stína og raggi verða með einhverja stæla við þig!!! hehehe

Nafnlaus sagði...

Þetta er flott mynd af Munda!
Æi, ég kommenteraði á vitlausan stað áðan, degi fyrr en ég ætlaði. Þú verður bara að kíkja þangað líka, en það á við daginn í dag.

Nafnlaus sagði...

Hvaða vitleysa þú kemur bara á jeppanum þínum í laufskálarétt eða færð far með fallega flugmanninum okkar ;)
góða skemmtun með Munda bróður þínum ég ætla að halda áfram að fylgjast með litlu lömbunum koma í heiminn ;)
Knús og kossar

Nafnlaus sagði...

kíkkittikíkk
er á leiðinni á óvænt fyllerí - tihí:)

Nafnlaus sagði...

Bara að kvitta elskan.
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og skoða myndirnar þínar:-)
Sem eru by the way bara æði:-)
kv frá klakanum
Sólveig & fjölsk.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ já ég hef ekki látið mikið í mér hreyra, það er útaf helvvvv tölvvvvvv hú er ekki ennnnn tilbúin en annars bara gott og með far í laufskálarétt er ekkert mál....kv Stína