22 maí 2007

Allt tekur enda!


Jæja þá er tíminn búinn sem við Mundi höfðum saman í bili. Áttum mjög góða daga saman. Skoðuðum ýmislegt borðuðum góðan mat og vorum í félagsskap hvors annars sem var gott. Við höfum eiginlega ekki verið svona lengi saman ein í mjög langan tíma. Ja bara ekki frá því að við áttum bæði heima á Íslandi fyrir svona 13 árum síðan! Auðvitað getur það nú verið pínu erfitt að hafa einhvern hjá sér 24 tíma sólarhrings í marga daga en ég fann ekki fyrir því að ég væri orðin þreytt. Hann kvartaði ekki þó að ég væri nú eitthvað að tuða stundum í honum eins og mér einni er lagið. Hann elskar Hörpu sína þó hún tuði pínu :)
Já við fórum í þjóðgariðinn Yosemite. Hriklega stór þjóðgarður og við sáum ca 1% af honum. Það er ca 99% af gestum þjóðgarðarinnst á þessu eina prósenti hehe. Þar eru risa tré, mörg tré, fossar og risa klettar. Já hér er allt risa bæði fólk og náttúra. Við fórum sem sagt með Lexi Helgu og Sólu í sumarbústað til vinkvenna þeirra sem voru með bústað í láni rétt hjá Yosemite.
Mundi fór svo í flugið í morgun og ég keyrði hann. Ég veit eiginlega ekki hvað er að mér en ég fór ekki heldur að grenja þegar ég kvaddi hann. Held ég sé að breytast í harðgerðann kana. hehe nei ekki alveg. EN já engin tár í dag ja jú annars kannski eins og tvö þegar ég var pínu að pirrast. En það lagaðist þegar ég fór í sturtu.
Það er eiginlega 100% ákveðið að ég fer að vinna í ljósmyndun þegar ég kem heim og vonandi líka eitthvað í leikskóla. Kannski svona 50/50 eða 60/50 eða eitthvað svoleiðis.En það á eftir að koma betur í ljós.

Já hér var steikjandi hiti í dag. 27gráður og mér var bara HEITT, er orðin eins og fínasti mexikani á litinn og fíla það nú bara vel. Fór og pantaði mér klippingu á morgun og núna fer ég sem sagt úr kínahverfisklippingunni í svertingjastofuklippinguna. Vona að það verði alveg ljómandi :)

Já ríkisstjórnin fallin og Ingibjörg Sólrún orðin ráðherra hahahahahahahah já verði okkur að góðu.

jæja æ eg er víst ekkert skemmtileg eins og stendur. Bið bara að heilsa í bili

þar til næst

Harpa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ pæ :o)
Jæja hér er nú bara snjókoma og slidda dag eftir dag.....spurning hvort að þetta verði snjólétt sumar!! En annar er nú bara allt ljómandi fínt að frétta af klakanum...lífið gengur sinn vanagang. Greinilega nóg að gera hjá þér að undanförnu....vertu nú dugleg að blogga stelpa mín :o)
Knús
ég

Nafnlaus sagði...

Hallú!!
Þvílíka lúxus lífið sem þú lifir en ég samgleðst þér þú átt það svo sannarlega skilið.
Var að senda þér e-mail skotta.
Kv ÞJJ

Nafnlaus sagði...

Humm ég hefði átt á koma til þín í maí af því að það hættir ekki að snjóa hér á klakanum
'eg fór suður í gær og það snjóaði á mig og það snjóaði líka á heimleiðinni í dag og spáð hríð hér á morgun...
ég leggst bara undir feld er komin í veikindafrí þessa viku þannig ég fer bara í sveitina ;)
hlakka til að heyra frá þér er farin að sakna þess rosalega mikið að rabba við þig músin mín
bæjó ;)