15 maí 2007

Alcatraz


Litlu dúllurassarnir saman á THE ROCK

Jæja við systkynin fórum á fangaeyjuna Alcatraz í gær. Það tekur ekki nema 12 mínútur að sigla út í eyjuna frá San Francisco. Samt er talið að þeir sem reyndu að strjúka frá eyjunni hafi druknað því að það er svo straumhart þarna.
Meðal fanga sem voru þarna er til dæmis Alcapone.

Við löbbuðum um eyjuna í skítakulda bæði á stuttbuxum og sandölum og ég þakkaði mínu sæla fyrir að hafa haft vit á því að vera í glænýja flýseitthvað pæju jakkanum mínum sem ég keypti um daginn þegar Kristianna kom hérna. Ég náttúrulega þurfti að kaupa mér eitthvað frá North face. (því að Jón Ingi uppáhaldið mitt segir að það sé flottast :) ) Nú já aftur að sögunni.
Þegar við komum í fangelsið var okkur boðið uppá að fara í svona hljóðtúr. Audio tour eða þannig. Þá færðu heyrnartól og eitthvað tæki og þú setur tækið af stað á ákveðnum stað og svo leiðir það þig í gegnum fangelsið. Raddir segja frá árum fangelsins hverjir voru þar og svona. Gamlir fangar segja frá hvernig vistin var og sagt er frá uppþoti sem var þarna og er þetta mjög vel gert hljóðband og maður er alveg að fá pínu fýling. Þó svo að maður geti náttúrulega ekki sett sig í spor þeirra sem frelsið er tekið af. En þetta er svo vel gert að það er eins og maður finni fyrir einhverju. Kannski er það bara ég en já ... get ekki útskýrt. Við sáum sko ekki eftir að hafa farið í þennan audiotúr því að hann gefur manni miklu meira en að rölta bara um fangelsið sjálfur. Að fá sögurnar hljóðin og allt það var súper dúper. Þeir sem fara með mér í Alcatraz hér eftir fara sko í audiotúrinn annars er mér að mæta hehe. En annars fékk hann einhver verðlaun, veit ekki hvernig verðlaun en einhver mjög virt :) gaman að því.

Þegar við komum svo aftur til borgarinnar fórum við í LANGA biðröð eftir því að fara í Cabel car og ég hélt að við myndum umþaðbil deyja úr kulda. En nei víkingarnir höfðu það af og komust niður að lestarstöð :) Helga og Lexi sóttu okkur svo á stöðina og við fórum öll út að borða á Eþjópiskan veitingarstað. Það var ferlega skemmtilegt. Allir fengu disk með einhverskonar brauði og svo fengum við stóran og þá meina ég STÓRAN disk á mitt borðið og þar var alskonar gúmmelaði. Svo tók maður alskyns mat með brauðinu og át. Mjög fínn matur og þetta er fyrsta skipti sem ég fer á veitingarstað þar sem ekki er boðið uppá hnífapör, bara slatta af servíettum :)

Fórum svo heim og ég fór í sjóðandi heitt bað horfði á Desperat houswifes og CSI og svo var bara kominn háttatími :)

Í dag erum við svo búin að vera í algjöru letikasti :) Ætlum að taka stúdíómyndir í kvöld :)

Knús elskurnar
Harpa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló Harpa litla.
Jú veistu ég er alveg viss um að þú hafir fundið eitthvað svífa yfir vötnum í fangelsinu.
Einu sinni fór í í Önnu Frank húsið í Amsterdam og þar sveif ákveðinn andi svo sannarlega yfir.
Ég var undirlögð af gæsahúð og vanlíðan alveg þangað til að ég fór út. þetta var mjög sérstakt.
Kannski hjálpar ímyndunaraflið undir svona tilfinningar en við erum jú í fiskamerkinu fyir ekki neitt.
knús

Nafnlaus sagði...

Hafið það nú gott í skoðunarferðunum elsku systkyni og ekki síður í búðunum. Hér er búin að vera þvílík rjómablíða í dag og grösin spretta. Spáð rigningu á morgun og roki seinnipartinn. Ekta ísland- þurfti að skafa framrúðuna í fyrramorgun, hún var héluð!Á morgun er frí í skólanum á uppstigningardaginn.
Á föstudaginn fyllist allt af gestum hjá mér því við buðum vinum til okkar að sjá MR.Skallagrímsson í Landnámssetrinu og út að borða líka.
Það er tilbreyting að fá gesti, fólk er búið að gefast upp á okkur fyrir löngu-við vinnum svo mikið á kvöldin og um helgar.
Bið að heilsa ykkur krúttunum.