Vá hvað það er gaman að hafa hana Kristiönnu hérna hjá mér. Við erum búnar að vera að snúllast mikið og erum bara dauðþreyttar. Við leigðum okkur bílaleigubíl í gær. Fórum að versla hér rétt hjá fórum í bíó og gengum göngugötu í Berkeley. VIð erum búnar að fara til San Francisco og skoða þar og versla. Keyrðum yfir Golden Gate brúnna og löbbuðum svo á henni líka :)
Nú og í morgun vöknuðum við snemma og fórum í Glide kirkjuna ( http://www.glide.org/ )í messu. Það er bara frábært að fara þangað í messu. Þar eru allir velkomnir, mikill söngur og skemmtilegheit. Fórum í REI og North Face og hún er búin að kaupa sér útivistarfatnað því hún er að fara að klífa Hvannadalshnjúk stelpan :) dugleg maður tekur 9 tíma að fara upp og 4 að fara niður. Ég svitna nú bara við tilhugsunina þannig að ég læt mér bara nægja að hugsa en ekki framkvæma, svona í bili allavega.
Já svo fórum við aftur í bíó í kvöld. Rosalega gaman hjá okkur. Æ já og svo sofnuðum við pínu hér í garðinum í dag í sólbaði ummm búið að vera geggjuð blíða. Gleymdi nú að minnast á skyndibitann. Ha ha ég held ég hafi ekki farið eins oft út að borða eins og síðastliðnu daga. Endalaus skyndibiti.
Jæja ætla að hvíla kroppin við erum víst að fara af stað klukkan níu í fyrramálið :)
Meira síðar
Harpa
29 apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
VÁ hvað ég hlakka til að upplifa þetta ;)
Haldið áfram að hafa gaman
kissikiss
Je, minn hvað er gaman og nóg að gera! Ég samgleðst ykkur innilega og vildi vera í sporum kristjönnu. Það er svo hrikalega gaman að stelpast saman....held bara að fátt jafnist á við það. Skil vel að Guð hafi ekki fundist nóg að hafa bara Adam!!
eigiði góðan síðasta dag saman, vona að allt komist í töskurnar og að það verði fyrir eina manneskju að bera fararngurinn:)
kosssar og knús
Hæ hæ Já það er alveg greinilega gaman hjá ykkur, Svavar var í fyrsta prófi í dag og sagðisr hafa gengið betur en ver?????hafið það sem best kv Stína
Yndislegt ad heyra hvad thu nytur lifsins og ekki skemmit hvad thu tekur fallegar myndir og oft fra svo skemmtilegum sjonarhornum, kvedja ur sviarikinu
Og beið og beið og beið.......eftir nýju bloggi.
Knús til þín
ÉG
Skrifa ummæli