
Við fórum í dag til Teressu og fjölskyldu hennar. Hún býr hér í klukkutíma fjarlægð
Það var alveg rosalega gaman. Þau eru mexikönsk og hafa að mér skyllst átt frekar erfiða ævi.
VIð fengum rosa góðan mexikannskan mat. Það er sundlaug í garðinum hjá henni og Sóla var alveg æst í að komast úti en ekki við kellurnar því að vatnið var svo kalt. Frænka Teressu fór ofaní, hún er 11 ára og Sóla fékk að fara aðeins til hennar. En annars sat hún bara með frænku og mömmu á bakkanum og dífði tásunum útí :)
Já æ þetta var eitthvað svo mikið stuð fullt af fólki og allir svo glaðir. Tveir krakkar 8 og 11 ára sem fóru út að leita að páskaeggjum.
Já gleymi því að minnast á það að Lusy hundurinn á heimilinu fékk að fara með okkur því að Teressa og Lexi áttu hana saman hér í denn þegar hún var hvolpur. Hún var voða ánægð og hitti líka annan hund sem Teressa er búin að eiga í 10 ár. Lucy fer þangað þegar Helga og Lexi fara í löng ferðalög. Díses ég trúi því ekki að bloggið mitt í dag sé bara um hund og mat.
Kræst jæja það verður bara að hafa það
ekki meira í bili
Harpa besta í heimi
6 ummæli:
Hundur og matur....það er svosem ekki slæmt umræðuefni. Vona að þú hafir það gott. Ég er orðin ein í kotinu aftur allir farnir frá mér, páskarnir búnir og ég djammaði ekkert.. ámm semsagt frekar skrítnir páskar.
Heyri vonandi í þér í kvöld snúllan mín ;)
Fínt að hitta fullt af fólki og borða eitthvað skemmtilegt og spjalla- ekkert er betra.
Það er viðtal við heilarann í mogganum á morgun- bíð eftir að fá það til yfirlestrar. Hekla sem aldrei fyrr. Er að verða búin með pilsið og þá eru ermarnar eftir og frágangur. Tek myndir af fyrirbærinu og sendi þér. Hafðu það sem best blessaða frænkan mín.
Sæl elsku Harpa litla.
Jeee minn var bara að uppgötva hver á þetta blogg eða það er að segja hver þú ert.
'otrúlega gaman að finna þig hér.
Langaði bara til að skella á þig þessari kveðju.
Heldurðu ekki að við eigum eftir að fara aftur saman út?
kærar kveðjur
Áslaug Brynjusystir og einnig í fiskamerkinu.
æðisleg mynd he hehe
Kiðlingur
Það er upplagt að blogga um hunda og mat, svo fremi sem það er ekki sameinað. Ég tek hins vegar enga afstöðu til reiðiboðskapsins í páskaegginu. Finnst sjálfum vont að vera reiður. Tel þá venjulega upp að 22.000 áður en ég segi eitthvað, því að annars þarf ég að glíma við eftirsjána sem kann að leysa reiðina af hólmi. Veit ekki hvað er vitlausast.
Sæl Harpa mín!
Veistu ég var að skoða myndasíðuna þína og öll kommentin þar,sá ég þá ekki skólabróðir minn hann Gunnstein ( kallar sig gussi jóns ) og bróðir hans Odd Jóns ekki smá fyndið þetta er lítill heimur. Ég náttúrulega heillaðist að Ísafjarðarmyndunum hans Odds.
Ekki meira í bili.
Ein sem er búin að borða allt of mikið af súkkulaði ummmmm.
Skrifa ummæli