25 apríl 2007

EEEER svo spent



Vá maður nú er ég orðin spennt :) Er að fara á flugvöllinn eftir klukkutíma að ná í Kristiönnu. Þeir sem vita ekki hver hún er þá bara aumingja þið hehe. Nei nei hún er vinkona mín sem upphaflega kemur frá Hvammstanga. Pabbi hennar og pabbi minn eru félagar og voru báðir sundþjálfarar og ætli við höfum bara ekki verið píndar til að vera vinkonur. Við erum búnar að þekkjast sem sagt í mörg ár en vinskapurinn varð fyrst svona fyrir alvöru þegar við vorum saman í Fjölbraut. Annars er ég nú svo gleymin að ég man þetta kannski ekki alveg hehe :) Hún býr núna í Reykjavíkinni með Pésa sínum og tveimur fjörkálfum. Flemming Róbert og Guðrúnu Ýr. Við erum ferlegar þegar við dettum í það því að það endar yfirleitt með hörmungum. Skyndilegar pestir virðast leggjast á okkur og kannski er það af því að við tökum of stuttan tíma í að innbyrða mikið magn af vökva. Hef að ég held tvisvar orðið veik af svona drykkjum og var það í bæði skiptin með henni hehe. En sem betur fer erum við oftast bara í hollustunni saman, súkkulaði eða hörbalæf. Það verður gaman að sjá hvað verður hér hí hí.

En já langaði að segja ykkur að Amma í Sandgerði átti þennan dag sem afmælisdag. Elskaði hana held ég bara mest af öllum sem ég hef þekkt í lífinu. Já held það bara. Kannski erfitt að segja svona en þess vegna segi ég líka "held".

Díses hvað ég átti skemmtilegan símafund í dag.
Skessurnar þrjár hlógu og skemmtu sér í klukkutíma eða svo á skypinu.
Ein var í Kaliforníu, önnur á Sauðárkróki og sú þriðja á Akureyri. Fyrstu mínúturnar fóru í að skoða skó á netinu. Því ég náttúrulega varð að sýna þeim nýju skóna mína og líka skóna sem ég er að hugsa um að kaupa sem hesta skó :) híhí já því nú fer maður að ríða út þegar maður kemur heim. Þarf bara að losa mig við ofnæmið eins og annað rusl sem ég hef verið að losa mig við undanfarið. :)
Við spjölluðum svo um haustið og að það eru 10 ár í haust frá því við hittumst fyrst. Hvað við ætlum að gera í haust og svo hitting hjá HA liðinu. Sko það verður held ég bara brjálað að gera hjá mér þegar ég kem heim.

Talaði við Hrafnhildi frænku mína, hún er bara að skella sér til Ástralíu í þrú ár. Gellan vá flott hjá henni, ég þarf bara að fara að drífa mig að safna pening svo að ég komist til hennar í heimsókn.

Jæja ég verð að fara drífa mig út á völl :)

knús

Harpa spennta enþá í nýju skónum :)

p.s Stína þú verður bara sjálf að komast að því hver hestakallinn er... en það er því miður ekki hann Dóri frændi þinn hehe

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ pæ :)

Myndirnar tvær af stelpunni litlu sætu, eru oootrulega flottar ! thessi med vindinn i harinu, og svo thessi sem heitir "it's mine!" eda eitthvad thannig... sjitt hvad thær eru godar... myndi hafa thær stækkadar a stofuveggnum tho jeg thekki barnid ekki neitt !

kvedja,
audur litlafrænka ussimussigussi

Nafnlaus sagði...

hæ sæta mín!!
Gjörðin klár á hnakkinum og allt reddí......bíð bara spenntur eftir að fá þig heim í hestamennskuna með mér :o)
Hestaskórnir mínir heita eitthvað annað man ekki hvað...get nú bara tékkað á því og látið þig vita.
VOnandi skemmtið þið vinkonurnar ykkur vel saman.
Hafðu það gott elskan mín
Knús
"Hestakallinn þinn" ;o)

Nafnlaus sagði...

tAkk fyrir frábæran símafund í gær ... allt skemmtilega brallið fram fór þar ... hehehe ekkert sem koma fram hér.
Æðislega flott blómið hjá þér:)

Nafnlaus sagði...

hæhó
díses hvað það væri gaman að druslast með ykkur þarna í hinni stóru Ameríku.. ! þið skálið bara fyrir mig og hellið í ykkur!
(ég á örugglega eftir að hafa samband og blikka Kristiönnu - það er nefnilega svo skemmtileg búð til þarna hjá ykkur en ekki mér - hehe)

kiss kiss og knús.

Nafnlaus sagði...

elska skó og skó kaup :)
kveðja Guðbjörg

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir skemmtilegt spjall... gaman að geta hlegið saman við þjár og það er aldrei leiðinlegt í kringum okkur ;)
Hlakka til að versla skó með þér og margt annað í sumar....
Vona á þið stöllur hitið vel upp þessa viku og góða skemmtun.
Kveðja úr firðinumfagra þar sem sætustu hestamennirnar koma saman ;)