Þetta fékk ég sent frá Önnu vinkonu því ég er svo mikill fiskur
Það sem er sagt um fólk í fiskamerkinu
Augu Fisksins eru falleg og tjáningarrík og fatastíllinn er afar persónulegur, oft með frumlegu mynstri og sniði eða á hinn bóginn gömul, snjáð föt sem eigandinn hefur notað árum saman. Fiskar hafa afar mikinn áhuga á fótum og fótabúnaði, sem getur einkennst af sömu öfgum og annar fatnaður, en fætur Fisksins eru oft fallega lagaðir og nettir. Fiskar eru oftast miklir dansmenn og hafa yndi af allri tónlist. Þeir eru víðsýnir og nægjusamir og láta vel að stjórn, nema þegar þeir eru beittir þrýstingi. Fiskarnir eru einkar uppteknir af þjáningum annarra, og reyndar líka sínum eigin, og margir í þessu merki finna hjá sér þörf fyrir píslarvætti. Fiskar eru rómantískir og dreymnir og hafa djúpa ást á lífinu, en láta sig oft reka með straumnum og eru litlir baráttumenn, enda eiga þeir bágt með að vinna markvisst. Þeir hafa næma eðlisávísun og eru mjög hjartahlýir og hjálpsamir, enda eru þeir oft vinamargir, en stundvísi er ekki þeirra sterkasta hlið. Fiskar hafa mikla sköpunargáfu og finna sér oft starf sem tengist listum, gjarnan ljóðlist eða rómantískum bókmenntum, og margir Fiskar eru tónlistarmenn eða vinna við kvikmyndir. Fiskar hafa líka einlægan áhuga á náttúrunni og umhverfisvernd, trúarbrögðum og félagslega bágstöddu fólki, svo störf á þeim vettvangi gætu veitt þeim mikla ánægju. Draumlyndi Fisksins veldur því hins vegar að hann verður oft fyrir vonbrigðum í lífinu og hann mætti gjarnan tileinka sér raunsærri lífssýn á ýmsum sviðum.
Hvað finnst ykkur passar þetta eða????
Veit að mamma og pabbi eru sammála þessu með skóna :)
1 ummæli:
Það var nú það..
Merkilegt hvað umsagnirnar um þessi stjörnumerki hitta oft í mark. Ýmislegt um fiskana passa nú harla vel um þig, Harpa mín. Áhugi á fótabúnaði er með ólíkindum og þegar aðstæður eru hagstæðar þá er hann einnig til staðar hvað varðar föt.
Þú er yfirleitt ótrúlega rómantísk og áhveðnar "bókmennir" eiga hug þinn allan. Þú ert ótrúlega hugsandi um vandamál og þjáningar annara en sennilega hefðir þú ekki orðið góð hjúkrunarkona því þú hefðir vorkennt öllum svo míkið að þú hefðir ekki getað gengið ákveðin og ópersónuleg til þeirra starfa sem þér væru ætluð.
Sannarlega ertu rómantísk og dreymin og búin að byggja þér nokkrar skýjaborgir gegnum tíðina.
Svolítill flöktari en kosturinn er að þú þorir að reyna eitthvað nýtt þegar aðrir sitja bara og tala og hugleiða "að gaman hefði verið að" þá gerir þú bara hlutina.
Þú átt ótrúlega marga vini vegna elskulegrar framkomu og mörgum er verulega hýtt til þín. Sérstaklega er það áberandi hversu börnin leita til þín og sækja að vera í nærveru þinni.
Þú hefur ótrúlegt hugmyndarauðgi og mikla sköpunargáfu og engin takmörk á því hvað þér getur dottið í hug. Ef þú legggur þig fram getur þú tvímælalaust orðið frábær ljósmyndari og getur einnig vel sett saman skemmtilega texta(enda áttu ekki langt að sækja það - ha ha). En draumlyndi þitt og flökteðli veldur því að þú verður æði oft fyrir vonbrigðum með aðra.
Með meiri raunsæi og stefnufestu áttu eftir að ná langt í því sem þú tekur þér fyrir hendurnar seinna á lífsleiðinni.
PS Myndirnirnar þínar eru frábærar og ótrúlegt hve hittin þú ert að fanga "rétta augnablikið". Síðan þí er uppspretta af frábærum myndum.
ingiming
Skrifa ummæli