
Fann þessa mynd af Björk á harða diskinum mínum þegar ég var að leita af hrafnamyndum. Mér bara fannst hún svo flott að ég vann hana pínu og setti á flickr. Það er sagt að hrafninn sé svona lukkufugl. Ætli Björk sé ekki bara ein af mínu stóru lukkum! Því ég fann hana en ekki blessaðar hrafnamyndirnar. Hún hefur breytt mörgu í mínu lífi hún Björk og opnað augu mín fyrir mörgu skemmtilegu og skrítnu, oft pínu erfiðu en þó oftast réttu :) Hún hefur nú gert margt svo gott fyrir mig, fjölskyldu mína og vini. ELsku Björk takk fyrir sendinguna norður yfir heiðar um daginn, ég veit að þær hjálpuðu mikið og þakklætið var mikið í þinn garð.
Ég fór að vinna klukkan sjö í morgun, vakknaði fyrir kristilegan tíma eða klukkan 6.20, sussubía það er alltof snemmt. Var að vinna til fimm fór klukkan 5.30 á keramiknámskeið :)
Það var svo geggjað gaman. Muniði eftir Demi More í myndinni Ghost??? JÁ ég er sem sagt Demi2, var að gera svona leir á snúningsplötu hahaha já ég hahahah. Get bara sagt ykkur það að þetta er FÁRÁNLEGA ERFITT. Mjög auðvellt að skemma allt saman haha en þetta var svo gaman að ég hlakka til að fara næsta mánudag :)
Kennarinn sagði að ég væri nú bara góð, miðað við að þetta væri fyrsta skiptið mitt, en þið náttúrulega vitið hvað ég er mikill snillingur í höndunum, alveg eins og amma í Sandgerði :) já og amma á Hóli. Æ verð að segja ykkur eina sögu sem mér dettur allt í einu í hug.
Sko við fengum alltaf vetlinga og sokka frá ömmu í Sandgerði, já og líka frá Dótu þegar við vorum lítil. Auðvitað hafði amma á Hóli nóg að gera með búið og allt það, þannig að hún hafði nú ekki tíma í að vera að prjóna og eitthvað svoleiðis. Svo einhverntíman þegar amma í Sandgerði var farin upp fjallið sitt og í birtuna þá vantaði mig vetlinga. Þannig að þegar ég kom næst til Ömmu á Hóli þá spurði ég eins og kjáni, "heyrðu amma kanntu að prjóna vettlinga" hahah það lá við að liði yfir gömluna mína " HA KANN ÉG AÐ PRJÓNA VETTLINGA, AUÐVITAÐ KANN ÉG ÞAÐ" og ég fékk þessa æðislegu rauðu vettlinga frá ömmu. Þannig að ég hef hæfileikana í leirnum örugglega frá þeim.
EN já mér tókst að gera skál, en kennarinn var búinn að segja að við ættum BARA að gera mistök í dag, því þá myndum við kynnast leirnum, ég gerði alveg mistökin en tókst samt að gera eitthvað af viti líka. Hrikalega gaman.
Núna er ég bara búin að vera að vinna myndir og er að hlusta á JÓLADISK HAHA
já svona er nú það.
Vá það var svo gaman að fá öll þessi komment takk takk takk fyrir þau. Ég kíki daglega á bloggið mitt (æ verð að viðurkenna að ég geri það oft á dag) og ég verð svo ánægð þegar eitt nýtt komment hefur bæst við þegar ég kíki.
Ása: já við áttum báðar skrítna páskahelgi, við eyðum henni bara saman næst og kannski bara HB líka :) steik og djamm og páskaegg.
Björk heilari: Já það var rosalega gaman að fara í matarboðið. Ha er viðtal við þig í mogganum :) eða ??? Á hvern ertu að hekla :) æ varstu kannski búin að segja mér það þú þarna dugnaðarforkur, æ já á litluna í Svíþjóð?! æ kannski er ég að rugla :) Já endilega taka mynd og senda mér, heyrðu ertu ekki enn búin að fá pakkann???
FRÚ skrú skrú: hæhæ já þetta er bara ég :) OG JÁ POTTÞÉTT ANNAÐ TJÚTT, VIÐ HB OG ÁSA verðum á AK um versló :) bara hafa samband við HB.
Kiðlingur: já ég hélt ég myndi fá meira komment á myndina, mér finnst hún geggjuð haha :)
Stebbi: Já ég er sammála heilaranum að maður á ekki að byrgja allt inni, en ég reiðist nú svo sjaldan, pirrast kannski bara meira en já verð sjaldan reið. Man ekki eftir að hafa slept mér í bræði. En kannski stundum sagt eitthvað sem ég hefði betur ... þú veist! Þú styggir nú aldrei nokkurn mann þannig að ekki þarft þú að hafa áhyggjur af því eða hvað...???
Þóra jóna: það er nú bara svo fyndið að hann Gussi jóns/Guðsteinn er barnsfaðir vinkonu minnar :) já heimurinn er sko lítill, heyrðu ég er að reyna að ath þetta með rúmmið.
ANNARS ER EINHVER MEÐ LAUST PLÁSS FYRIR EITT STYKKI RÚM FYRIR MIG Í 4 MÁNUÐI ???? Þóra Jóna er komin með leið á að geyma rúmmið mitt og því vantar samastað þar til ég kem heim :)
Knús elskurnar nú er klukkan orðin 00.30 og ég ætti víst að fara að sofa í hausinn á mér (eða vinna pínu myndir áður)
góða nótt eða þannig
Harpa
3 ummæli:
Hæ sæta mín!
Já greinilega í nógu að snúast hjá þér....hef sko ekki gefið mér tíma til að kíkja á bloggið þitt í nokkra daga, er búin að vera á haus. GH að fermast og svo erum við á fullu að mála og pakka og flytja....sem sagt langir og góðir dagar núna :o) Stefnum á að flytja um næstu helgi ef allt gengur að óskum.
Jæja hafðu það gott krúsin mín...
Knús
ég
Takk fyrir að fá að vera á forsíðu bloggsins í dag!!!Þetta er sko frábær mynd af mér og mér finnst líka flott að ramma hana inn svona með loft öðru megin.
Já, það var bara viðtal við mig í mogganum í dag og STÓR mynd þar sem ég sit í keng og allur keppurinn, sem ég er búin að vera að safna fyrir myndatökuna, sést. Bara 2/3 af síðunni eða meira!!ÉG!Allskonar fólk hefur hringt í mig útaf viðtalinu-fólk sem á bágt eða fólk sem er forvitið og vill vita meira um þetta. Ég talaði líka um Guð og kærleikann- auðvitað gerði ég það þegar ég fékk tækifæri til að fara út á landsvísu!!!Stebbi ætlar að athuga hvort hann geti ekki sent þér greinina.Fínn Stebbi!
Ég er sko ekki búin að fá pakkann ennþá, þeir hljóta að vera að greina hann hjá tollinum, finnst hann eitthvað spennandi.
Núna er ég þreytt því ég er svo oft í næturvinnunni að bjarga hnettinum okkar og Íslandi-ekki grín, eins og þú veist svo vel frænkan mín bestasta. Svo er ég búin að hekla svo mikið að ég vakna stundum með fjörfisk í upphandleggjunum. Ég er nú svooo skrýtin og verð örugglega stoppuð upp.
Smellur á kinn þína frá mér og klapp á bakið og brosið margfalt af því þú ert svo flínk í leirnum!
Bún'a senda greinina á þarna hotmail þú veist. :-)
Skrifa ummæli