24 apríl 2007

Nyjir skor og sol i heiði

Hvað er þetta í gær var nítjándi apríl og núna er kominn 24 apríl. Skil þetta nú ekki alveg en er voða glöð því á morgun er 25 apríl og þá er Sóludagur, afmælisdagur ömmu í Sangerði og um miðnætti verð ég á flugvellinum í San Fran að ná í fyrsta gestinn minn :) Hlakka voða mikið til. Veit að með gestinum kemur eldgamalt Lindubuff, pítusósa og kveðja að heimann frá uppáhaldsfólkinu mínu. Þó ég hlakki mikið til þess að fá það sem uppúr töskunni kemur hlakka ég þó meira til að fá Kristiönnu til mín. Það verður sko stuð þegar Knoll og Tott fara af stað.
Hún ætlar að vera hjá mér í viku og við ætlum að skoða eitthvað skemmtilegt og kaupa og sonna eins og gengur og gerist :)

Nú við Helga erum búinar að vera geðveikt duglegar að pakka niður heilu húsi, það er að segja búslóðinni. Ég í asmakasti allan tímann því að þar bjuggu hundar og kettir og þegar maður er að þyrla upp rykinu á maður ekki von á góðu. Ég var með maska á mér allan tímann, fékk ekki ofnæmi því ég tók töflur við því en fékk í lungun í staðin og varð hnöttótt af bjúg. En það verður nú farið áður en langt um líður. Við fórum svo að ná í flutningarbílinn í dag og Helga hleður í hann á morgun ásamt þremur mexikönum og keyrir svo á fimmtudaginn þvert yfir landið með bílinn og kemur heim í flugi á föstudaginn.

Ég fór í leirinn í gær og ég verð nú bara að segja það að mér finnst þetta frábært. Veit ekki hvort að það sé útaf kennaranum, sem er alveg þvílíkt skemmtilegur eða hvort að það sé leirinn og sköpunin sem fer fram. humm. Já held ótrauð áfram þó að meistarastykkin komi kannski ekki mörg heim. Kemur allt í ljós.

Fékk lánaða litla linsu sem heitir lensbaby og er að prófa hana pínu. Það er svona plast linsa sem maður getur beygt til og frá, maður getur ekki fókusað nema bara með því að færa sig fram og til baka frá myndefninu, þannig að það er pínu skemmtilegt að prófa þetta undur.

Verð nú bara að segja að mér finnst rosalega gaman að fá komment og ég þakka fyrir öll kommentin á síðasta póst frá mér :)
Ég reyni að passa mig á öllum brjálæðingunum eins og hingað til og já bíllinn hennar Helgu verður komin í lag bráðum, en núna þarf hún að taka rafgeyminn úr sambandi þegar hún slekkur á bílnum sem hún gerir með því að stinga einhverju (lykli eða álíka) vitlausu megin á stýrinu.

Það er skrítið hvað ég er orðin háð netinu. Núna var ég búin að vera í viku án þess að tala við ákveðna manneskju, sem ég saknaði ótrúlega mikið. Mikilvæg í mínu lífi. Það var nú bara af því að talvan hennar bilaði. En nú er hún komin aftur í samband og ég er voða voða glöð. Mamma og pabbi í útlöndum og sonna ekkert skype. Jú að vísu við Hönnu mína og svo er Ási krútt duglegur að spjalla :)

Já Ása ég sendi þér mynd af hjólinu við fyrsta tækifæri.
Kibba þetta hafa sjálfsagt verið bíllausir sveitavargar :)
Takk Hanna mín fyrir uppbyggileg komment á myndirnar mínar, maður fær aldrei nóg af hrósi :) híhí og hahah já kaliforníubúar keyptu flíspeysur í stórum stíl hérna um árið hehe.
Stebbi ég er búin að kaupa lás á hjólið og það stendur hér inni í stúdíói vona að það verði í lagi :)
Björk. mikið var að pakkinn kom, ég hélt bara að skipið hefði sokkið!!! :) já ég var að vona að þér myndi líka dagatalið :) Ég þarf að mæla Sólu til að vita stærðina og allt það :) því það er ekkert að marka þessi númer hér hún er í fötum frá 12 mánaða og uppí eitthvað allt annað. Helga var rosalega ánægð þegar ég sagði henni að þig langaði að gera kjól á Sólu. Vona að þið hafið hlegið hrikalega í bíói :)
Já við töku sérstaka ferð suður saman á Nings þegar ég kem heim :)
Nafnlaus (Ég) Ástarþakkir fyrir símtalið :) það er svo gaman að fá símtöl að heiman :) Hey og drífa sig í að gera aukagöt á hnakkinn þannig að ég nái niður í ístöðin :)
Heyrðu heita hestaskórnir þínir KEEN?
Frú skrú skrú, ég passa mig því ég ÆTLA EKKI AÐ MISSA AF DANSKVÖLDI MEÐ ÞÉR :)
Stína fína amma gella, gleðilegt sumar, hvað er þetta með þessa tölvu þína???? áttu ekki að fá nýja?????


jæja er að fara að fá mér gómsætt grænmeti og hrisgrjón sem Lexi listakokkur er búin að elda.

Æ svo þarf ég að skrifa tvö bréf vegna atvinnu í haust, kannski í kvöld humm ef ég nenni.

Hey já og svo er IDOL veiiii


Bæ ðe vei keypti mér geggjaða skó í dag :)

Kveðja Harpa
í nýjum skóm

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ ég var að hugsa hvað verður þú eginlega með mikin farangur á leið heim???? Dj öfunda ég þig og Kristjönu þetta verður æði, fæ nýja tölvu á föstudag veiiii, hummmm hvað var þetta með að lengja gjörðina??(hestamaður)????ein frekar forvitin. kveðja héðan Stínafína

Nafnlaus sagði...

til hamningju með nýju skóna, falleg kona á alderi of mikið af skóm:)!!!

Nafnlaus sagði...

Man þegar ég var í keramik í lýðháskólanum í gamla daga,þetta var gaman en rennibekkurinn var erfiður.
Flott hjá þér að nýta tækifærin þarna úti í svona skapandi vinnu. Hver er þessi Kristjana sem er að heimsækja þig??
Skemmtið ykkur vel saman.
Kv ÞJJ