
Vá laugardagurinn var langur hjá mér :)
Við Helga fórum að taka myndir af Jenifer sem er jógakennari. Hún er að fara að gera sér heimasíðu og líka að gefa út bók með jógaæfingum :)
Þannig að kannski verður nafn míns getið þar :) það væri nú gaman.
Við fórum sem sagt af stað héðan klukkan sex um morgunin og var ég nú pínu þreytt þegar við lögðum af stað. Við komum til hennar rúmlega sjö, settum upp ljós og allan búnað og svo var farið í myndatökuna. Hún gekk bara vel og það er alveg ótrúlegt hvað þetta jógalið getur gert :) Það var mikil stemning hjá okkur og við vorum bara að grínast í hverri annari allan daginn. Myndatakan gekk vel og við höldum að við höfum náð mörgum góðum myndum. Eigum samt eftir að grisja út og svo á Jenifer eftir að fara yfir myndirnar og sjá hvort að hún sé í réttum stellingum og svoleiðis :) Það sem ekki er í lagi verður tekið aftur síðar :)
Jenifer er bæði með hóptíma og svo er hún með einkatíma heima hjá sér. Hjá henni er ein kona í meðferð. Hún er 32 ára og fékk brjóstakrabbamein fyrir einhverjum árum. Bæði brjósin voru tekin og hún fór í meðferð. Því miður fann hún hnúð aftan á höfðinu á sér sem reyndist vera krabbi. Hún er í dag með krabba í heilanum og í maga. Í gær kom hún og við tókum myndir af þeim saman þar sem hún var að gera jóga með aðstoð Jenifer. EInnig kom maðurinn hennar með henni, hann er svo ástfangin af henni og svo mikill stuðningur, hrósaði henni allan tímann hvað hún leit vel út og hversu vel hún gerði æfingarnar. Samt sá ég svo vel hvað það er stutt í það að hann brotni niður. Hann harkar og harkar af sér og er ekki nógu góður við sjálfann sig. Helga tók myndir af þeim hjónunum líka þar sem þau voru að gera æfingar saman og ég held að þetta verði með uppáhaldsmyndunum þeirra þegar frá líða stundir. Ég var hálf klökk allan tíman sem þau voru þarna, því þetta virðist allt svo vonlaust. En sem betur fer eru þau að nýta tímann sinn sem þau hafa saman.
Ég hugsaði þegar þau voru farin, hvernig ætli þetta hafi verið áður en hún veiktist! Hún var gullfalleg og alltaf fallega til höfð, en voru þau hamingjusöm? Voru þau á fullu í vinnu, hittust lítið og kapphlaupið sem við flest erum í heltók þau??? Urðu þau svona sterk heild eftir að hún veiktist eða nutu þau tímans sem þau höfðu, líka fyrir veikindin?
Held að við ættum að njóta dagsins í dag, elska vinina okkar, makann okkar og fjölskylduna og njóta þess að vera
Draslið skiptir ekki máli heldur við sjálf .)
Elskurnar mínar Njótið lífsins, við vitum ekki hversu lengi við höfum það
Harpa
1 ummæli:
Mikið rétt Harpa mín, þegar upp er staðið eru það smáu atriðin í lífinu og samverustundirnar sem skipta máli.
Takk fyrir gott spjall í dag:)
Skrifa ummæli