
Voða líður tíminn. Það er alltaf kominn fimmtudagur áður en ég veit af.
Ég er sem sagt að fara að segja ykkur frá hinu og þessu frá liðinni viku.

Á föstudaginn ætlaði ég að skella mér til Alcatras, það er gömul fangaeyja hér rétt utan við San Francisco. Nú ég fór í Bart (lest) til SF og skellti mér út á fyrsta stoppi og ákvað að labba þetta bara, því mér veitir nú ekki af hreifingunni. Skoðaði einhver sölutjöld á leiðinni og já gekk bara rösklega :) þó það komi nú málinu ekki við hehe.
Fór svo í miðasöluna og spurði: hvenær er síðasta ferðin heim í dag? Í DAG var svarið það er sko uppselt þar til á þriðjudaginn í næstu viku. Kræst hvað er allt þetta fólk að þvælast til Alcatras akkúrat þegar ég ætla að fara. Humpf þannig að ég hugsaði já ég verð að passa mig að kaupa miða áður en gestir fara að koma til mín, svo að ég geti nú örugglega farið með þá á slóðir Al Capone og félaga :)
Nú fyrst að ég komst ekki þarna þá röllti ég bara yfir á bryggju 39 þar sem fjörið er :)
Þar eru allskyns listamenn að leika listir sínar. Ég ákvað að setjast hjá einhverjum sem voru að fara að spila á svona trommur frá Trinidad. Æ þær eru eins og þær séu gerðar úr stórum tunnum og svo eru þær einvernvegin hamraðar innaní þannig að þær eru með mismunandi tóna í hverri trommu. Haldiði ekki bara að gæjarnir hafi fallið fyrir mér. Ég sat þarna með þeim í tvo tíma, þeir fengu sér pásu sátu og spiluðu á spil og spjölluðu um heima og geyma við mig. Ásamt því að skjalla mig stanslaust og ekki var laust við að mér þætti pínu óþægilegt að fá alla þessa athyggli. Ég tók nokkrar myndir og set þær vonandi bráðum inná myndasíðuna mína. Tók þessa sjálfsmynd í einni trommunni.
Nú á laugardaginn fórum við til Pat og Dick í sveitina (afi og amma sólu) og það var voða notalegt. Á laugardeginum fórum við á róló með Sólu og ömmu og svo var svaka kvöldmatur um kvöldið og Greg og Michelle komu í mat.
Á sunnudeginum var góður morgunmatur og svo fórum við út og Sóla fann páskaegg sem Greg og Amma höfðu falið fyrir hana. Ég er ekki vön þessari hefð en þetta var mjög skemmtilegt. Æ set eina mynd af Sólu líka :)
Þegar Sóla var búin að finna eggin fórum við í smá bíltúr og fórum að skoða Wild Flowers eða vilt blóm :) Ég tók þar einhverjar myndir og við borðuðum nesti og veðrið var yndislegt. Þegar ég lá á mallanum og var að taka myndirnar þá fann ég að einhver var að fylgjast með mér og leit til hliðar og þá var þar blaðaljósmyndari að taka myndir af mér að taka myndir af blómunum :) Svo kom einhver stelpa og spurði mig nokkurra spurninga og það getur verið að þetta komi í einhverju blaði. híhí pínu fyndið. Það væri nú gaman að fá mynd af sér í blaði í USA. Já já bara eins og fræga fólkið ha!
Þegar við vorum búnar í blómaleiðangrinum keyrðum við Pat heim og fórum svo heim á leið sjálfar. Fórum að vísu vitlausan afleggjara einu sinni og það lengdi ferðina um klukkutíma og það tók á taugarnar á sumum, ég nefni engin nöfn haha.
Á mánudeginum var (ohhh man ekki hvað það heitir, set það inn hér síðar ) hátíð Gyðinga. Það komu fullt af fólki í mat og lesinn var texti og gerðar alskonar sermoníur varðandi hann. Við vorum sem sagt að fagna því að gyðingar losnuðu undan þrældómi í Egyptalandi. Þetta var bara bráðskemmtilegt og ég hafði gaman af að hitta Robin aftur en ég hef ekki séð hana í langan tíma því pabbi hennar er búinn að vera svo lasinn að hún hefur ekkert verið hér.
Nú í kvöld var ég á flass námskeiðinu og það var bara ágætt. Svo sem ekkert sérstakelega skemmtilegt námsefni en ætli ég þurfi ekki að drullast til að læra þettta svo ég verði almennilegur ljósmyndari. En já kennarinn er jafn myndalegur og hann var. Vá maður rosa sætur :)
VIð Sóla fórum í dýragarðinn í dag og verðum saman á morgun líka :)
Jæja læt þetta nægja í bili verð víst að fara að sofa í hausinn á mér :)
hafið það gott elskurnar mínar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli