
Hvað haldiði að hafi gerst hér í nótt. Sko fyrst byrjaði það með því að ég heyrði c.a 6 skotkvelli. Helga frétti það frá nágrannanum að stelpan hans hafi séð tvo menn skjóta á hvorn annan. Svo vaknaði ég við það í morgun að Helga kom inn til mín og sagði. Ertu hérna, (klukkan var nú bara 8.15. hvar átti ég annarsstaðar að vera) fórstu á bílnum í gærkvöldi? Ég rétt gat stunið "ha nei" ohhh bílnum mínum var stolið. Já jeppanum var stolið. Helga greiið þurfti að hringja í lögguna og alskonar vesen í sambandi við bílinn. Hey og svo kom þessi fjallmyndalegi lögreglumaður og tók skýrslu af Helgu. Ég fór svo með sólu og Sascha í gönguferð og á róló (eða óló eins og Sóla segir) og þegar ég kom til baka þá sá ég að það voru brotnar tvær rúður í sendiferðabíl hérna í götunni þannig að eitthvað hefur gengið á :(
Nú um klukkan þrjú var svo hringt og löggan búin að finna bílinn. Hann fanst í næsta bæ ( sko bæirnir hér eru allir hlið við hlið, mér finnst þetta bara vera hverfi, æ liggja saman eins og Kópavogur og Rvk) nú svo fórum við seinnipartinn að ná í hann í fyrirtækið sem dró hann.
EN halló það er ekki nóg með allt vesenið við að bílnum sé stolið þá þarf maður að borga hann út. Helga þurfti að borga á milli 3 og 4 hundruð dollara (21-28þús) til að fá bílinn aftur. Þeir stálu verkfærum sem Helga var með í bílnum og leikfangasímanum hennar Sólu. Já vonandi geta þessir aular hringt með símanum hennar :)
EN já ég gleymdi nú alltaf að segja ykkur þegar hún Sigrún, frænka hennar Helgu var hérna þá gleymdi hún veskinu sínu í strætó. Svona flott loðveski með öllu draslinu hennar í. Þið vitið peningar, alskyns kort, ökuskirteini og snyrtibudda. Hún hljóp og náði strætó þegar hann kom til baka og þá var veskið horfið. Við náttúrulega vissum að það var horfið og kæmi aldrei aftur. EN nei nei einhver hafði tekið veskið og farið með það í tapað fundið hjá strætó. Hafði sjálfsagt ekki treyst bílstjóranum til þess. Já ýmislegt gerist í litlu ameríku.
Svaka fréttir :) tra la la la la
Á miðvikudeginum í næstu viku fer hún Kristianna mín í ferðalag og kemur til mín um miðnætti
Ég hlakka alveg ferlega mikið til að fá hana og fara með hana í skoðunarferðir, að versla og út að borða :)
Vonandi kemur hún með skyr og súkkulaði :)
Jæja ekki meira í bili
Hey jú var að fá alveg svaka flottan hjólhest með dempara í sæti og framhjóli :) Rauðann og silfraðann, og silfraðann hjálm :)
Þannig að nú get ég farið að verða pínu náttúruvæn og farið ferða minna þó að bílum hér sé stolið :)
12 ummæli:
ja hérna....þetta eru nú meiru brjálæðingarnir sem hafa verið þarna á ferð í hverfinu þínu :o( Eins gott að ekki fór verr.
En jæja þá er komið sumar á Íslandi samkvæmt dagatalinu!! Gleðilegt sumar Harpa mín (þó að þú sért nú búin að vera með sumar í langan tíma)
Sumar kveðja og knús
ég
jeremías...skothvellir. Kannski hafa þeir verið að fæla gæsir úr túninu eða eitthvað því um líkt eins og við gerum hér heima. Já og svo hafa þeir þurft að fá bílinn lánaðan til að skutlast í bankan eða eitthvað ha...? Já og fengið verkfærinu lánuð í smá tíma....
Kibba kibb
var einmitt að skoða svona ekta konureiðhjól í fyrradag, freistandi að kaupa sér slíkan fák, hver veit.
óhugnalegt að lenda í svona stuld, en gott að þetta endaði allt vel, þrátt fyrir lausnargjaldið, það er ljótt þegar maður þarf að borga fyrir að láta stela frá sér!!!hmmm
fíla nýjustu myndina þina, og málið er að þetta er svo mikið satt hjá þér sæta mín:)
Gleðilegt sumar ;)
Gott að það er í lagi með ykkur og þú hefur bara sofið allt af þér verið að dreyma eitthvað fallegt hehe
Hlakka til að heyra í þér og mydavélin komin í gang Þökk sé Munda ;)
sumarknús
Ljótt að heyra, held að þessum Ameríkönum sé bara ekkert treystandi fyrir öllum þessum byssum, nema að þeir hafi sem sagt verið að fæla gæsir úr túninu eins og einhver sagði, eða kannski verið að nota kindabyssurnar sínar við heimaslátrun. Bara gott að þið eruð allar heilar á húfi! En passaðu nú nýja hjólið þitt vel. :-)
Skrítið að sjá manneskju í Kaliforníu í svartri flíspeysu frá Íslandi:)
Núna er pakkinn loksins kominn til mín!!!
Pósturinn henti honum inn á forstofugólf hjá mér í gær þegar ég var að vinna inni í heilunarherbergi. Kærar þakkir fyrir óskadagatalið og afmælisgjöfina hans Stebba, og allt. Nú, sem sagt skrifa ég þér annað laaangt bréf strax um helgina. Og ekki meira um það.
Fór áðan og keypti garn í kjól til að prjóna á Nóru litlu sem ég get ekki beðið eftir að byrja á. Mig langar líka til að prjóna svona sumarkjól á Sólu af því hún er svona skáfrænka mín og svo dásamleg guðsgjöf til Helgu frænku minnar. Gætir þú sent mér upplýsingar um stærðir sem hún notar og kannski hæð á henni?
Ekki meira í bili, ætla til R-vikur í bíó með Stebba, Kela og Jóhönnu. Á herra Bean in a holyday....svo förum við út að borða á eftir. En alls ekki á Nings,..því þú átt einkarétt á að fara með mér þangað.
Elsk og faðm, margfalt.
mig langar svo að sjá mynd af nýasta gæðingnum þinum og já til hamingju með hann ;)
Knús og kossar
hæ sæta mín!
Takk fyrir notalegt spjall um helgina.
Ég er farin að bíða og bíða eftir nýju bloggi....
Annars er bara allt ljómandi hérna úr sveitinni, hafðu það nú gott og passaðu þig á steliköllunum :o)
Knús og kossar
ég :o)
Je dúdda minn, viltu mín kæra passa þig á öllum steliþjófum og öðru illþýði.
þú átt að koma heil heim svo við getum tekið eitt stykki dansikvöld með HB.
kær kveðja
frú skrú skrú
Gleðilegt sumar dúllan mín, jæja logsins læt ég í mér heyra druslan mín er í viðgerð.....(TÖLVAN) annars allt gott Svavar að lesa á fullu fyrir helv.....samræmdu leiðinda tími, annars bara allt gott kv Amma gella
Skrifa ummæli