05 apríl 2007

Ætlar enginn að segja neitt

Ætlar enginn að segja neitt um þetta fiskadæmi og fiskinn mig???

jæja ég geri það þá bara sjálf

Mér finnst eftirfarandi passa við mig:

Augu Fisksins eru falleg og tjáningarrík- JÁ ÉG ER MEÐ FALLEG AUGU
fatastíllinn eru gömul, snjáð föt sem eigandinn hefur notað árum saman. OFT Í GÖMLUM FÖTUM, LEIÐIST AÐ VERSLA FÖT
Fiskar hafa afar mikinn áhuga á fótabúnaði, JÁ ÞAÐ ER GAMAN AÐ KAUPA SKÓ :)
Fiskar eru oftast miklir dansmenn og hafa yndi af allri tónlist. SVAKA GÓÐ AÐ DANSA OG SYNGJA
Þeir eru víðsýnir og nægjusamir og láta vel að stjórn, nema þegar þeir eru beittir þrýstingi. JÁ EKKI SEGJA MÉR AÐ ÉG EIGI AÐ ...
Fiskar eru rómantískir og dreymnir og hafa djúpa ást á lífinu, ÉG ELSKA ALLA EN ENGAN ÞÓ ...
Þeir hafa næma eðlisávísun og eru mjög hjartahlýir og hjálpsamir, enda eru þeir oft vinamargir, VOÐA VOÐA GÓÐ OG Á MARGA GÓÐA VINI OG KUNNINGJA, FINN OFT AÐ ÞÉR LÍÐUR ILLA ÞÓ AÐ ÞÚ SEGIR ÞAÐ EKKI BEINT
Fiskar hafa mikla sköpunargáfu og finna sér oft starf sem tengist listum, JÁ HELD NÚ ÞAÐ
Draumlyndi Fisksins veldur því hins vegar að hann verður oft fyrir vonbrigðum í lífinu og hann mætti gjarnan tileinka sér raunsærri lífssýn á ýmsum sviðum. Æ ÞARF ÉG NÚ AÐ FARA AÐ ÞROSKAST EITTHVAÐ OG HÆTTA AÐ LESA RAUÐU ÁSTARSÖGUNA. BÆ ÐE VEI HVAR ER ÞESSI DRAUMAPRINS SEM ÁTTI AÐ RÍÐA INNÍ TUNGSLJÓSIÐ TIL MÍN, KANNSKI KALLINN Í TUNGLINU HAFI TEKIÐ HANN. ÞAÐ VÆRI NÚ ALVEG EFTIR ÖLLU ...

Já jæja þetta finnst mér :) um mig frá mér til mín

knús

Harpa fótkalda

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú ert búin að vera dugleg að blogga ;)
Ég var að lesa um fulla afan góð saga ;) og fisana já þetta passar vel við þig eins og þú segir hér skemmtiega helgi sem var hjá þer.
Þú ert alltaf að gera eitthvað spennandi og ég hlakka að koma út til þin og sjá þetta allt og hvað þá að taka þig með mér heim og ég veit ekki hvort ég skila þér aftur. Set þig kannski í búr og hef þig heima hjá mér sem gæludýrið mitt svo þú farir ekki svona langt frá mér aftur hehe
Já þetta er bara góð hugmynd ;)
Hlakka til að heyra í þér um páskana og Gleðilega páska snúllan mín ...

Nafnlaus sagði...

Æ, ég kannast nú dálítið við þetta fiskadæmi allt saman, þó að ég viti kannski betur hvað af því á við mig en þig, t.d. þetta með að eiga bágt með að vinna markvisst, hafa einlægan áhuga á náttúrunni og umhverfisvernd og að mega gjarnan tileinka sér raunsærri lífssýn á ýmsum sviðum. :-)
En: Takk fyrir hvað þú ert dugleg að skrifa comment hjá mér. Þú ert besti commentari í heimi! :-)
Og: Gleðilega páska! Enjoy life!

Nafnlaus sagði...

Já,ég þekki einn fisk mjög vel. Þó hafa allar stjörnuspár sagt að fiskar og sporðdrekar passi ekki saman?? Þessi fiskur sem ég þekki og hef búið með í bráðum 30 ár hann er alveg dæmigerður fiskur get ég alveg fullyrt. Margt ef ekki flest passar ágætlega við ykkur bæði. Maður getur ekki farið svo langt frá einkennum sínum, en ef maður er meðvitaður um gallana(slæmt að kalla þetta galla- því galli getur verið kostur undir sumum kringumstæðum!), þá getur maður minnkað áhrif þeirra á mann og annan.
Nú, er ég í fríi. Byrjuð að hekla kjólinn á Nóru sem varð eins árs í Stokkhólmi fyrir tveimur vikum síðan. Við förum loks að sjá hana um miðjan mánuðinn. Það verður gaman. Svo þú vitir um hverja er rætt er Nóra dóttir Önnu sem er vinkona hans Stebba og kom til okkar einu sinni um áramótin. Hún eignaðist Nóru svona allt í einu að gamni sínu.
Allir krakkarnir komnir heim í frí. Keli kom í morgun. Stebbi er búinn að hlaupa með gps-staðsetningarúrið sem ég gaf honum í afmælisgjöf-fyrir fjallahlaupin í sumar. Og ég er búin að laga kaffi fara í sturtu og blogga aðeins. Þá get ég farið að hekla áfram!
Guð blessi þig frænka mín. Ég elska þig alla leiðina og til baka aftur.

Nafnlaus sagði...

Úff, ég var að skoða myndirnar þínar þar sem þú varst að snorkla og ég get svo svarið fyrir það að ég fékk alveg vatn í nefið eins og í sundkennslunni í gamla daga!
Þar liggur munurinn á okkur, fiskurinn elskar vatnið en ljónið fer ekki út í það nema í neyð ( og þá líklega undir áhrifum!).
Annars fannst mér þessi úttekt þín á sjálfri þér ansi góð. Ótrúlegt hvað hægt er að lesa margt út frá stjörnumerkjum og hvernig ákveðnir eiginleikar passa við suma en ekki aðra bara eftir því hvenær á árinu þeir eru fæddir.
Kiss, kiss og gleðilega páska rófan mín...

Nafnlaus sagði...

Tja...þetta passar kannski við þig. Jamison er líka fiskur og þetta passar nú engan veginn við hann...hmm... góður að "dansa mæ arse"!

Annar se ég búin að skrif þér pistil á síðunni minni.

Gleðilega páska sæta mín!

Kiðlingur