Var að lesa stjörnuspánna mína fyrir daginn í dag :) Heldur betur góðar fréttir þar. Suss allt á uppleið hjá minni :)
Tja ekki eins og neitt hafi verið á niðurleið :)
Þetta er sem sagt spáin:
Þú ert á mörkum þess að ná persónulegum sigri. Því víðsýnni sem þú ert, því meiri möguleika hefurðu til að ná árangri. Ímyndaðu þér að þú sért ofurhetja sem dregur að sér allt sem þú óskar en heldur mótlæti burtu.
Þá er sko bara að horfa á björtu hliðarnar á ÖLLU sem skiptir máli, já og bara á hinu líka.
Ég veit ekki hvað það er, kannski vorið að koma í huga mér en í gær og í dag er ég búin að vera með svo mikla orku að ég er bara að springa. Mér þykir það svooo gaman og er að baxa við hitt og þetta :)
Á morgun er ég að fara með Sólu og Lexi í pínu ferðalag yfir daginn. Lexi ætlar að sýna mér skóg hér rétt hjá sem er víst með alveg rosalega fallegum, háum trjám. Segi ykkur meira frá því seinna og sýni vonandi myndir :)
En já í dag er föstudagurinn langi og ég ætlaði að taka mynd af dánu liljunni minni en hafði ekki tíma þannig að langa föstudagsmyndin verður að koma á morgun og ætli ég setji ekki bara mynd af Sólunni minni í staðin í dag :) Alltaf hægt að taka myndir af henni.
Hún var svo montin eftir að hún kom úr baði með mér í kvöld að hún minnti mig á söguna um hann Gunna frænda minn.
Ég var nýbúin að greiða henni og hún var svo sæt og montin.
Ætli hún hafi ekki hugsað það sama og frændi minn heitin forðum daga. Mikið helvíti er ég sæt :) (æ nú man ég ekki frasann alveg, mamma verður brjál ef það var ekki blót hjá honum! Mammagagga hvernig var þetta aftur???)
EN já ég var að vinna í garðvinnu í dag og svo var ég að pakka fyrir lögfræðing, hún er að flytja og Helga tók það að sér að pakka búslóðinni hennar. Vá eitthvað sem að ég held að ég gæti ekki látið einhvern annan gera. Enda er svo gott að henda þegar maður er að flytja. Hehe ég ætti nú að kannast við það :)
Elsku Ingiming takk fyrir langa og góða kommentið þitt. Já það er margt satt sem þú og stjörnuspáin segið og takk fyrir að orða það svo vel þetta með fatainnkaupin. Því mamma vildi nú bara segja: já þér þykir nú gaman að versla föt þegar þú ert ekki svona feit, hehe en mamma mér finnst það ekkert gaman, ég bara þarf alltaf að kaupa mér föt þegar ég grennist því þá er allt hitt orðið of stórt og hvað gerist þá? Þá er hringt í Nönnu vinkonu og hún dregur mig og ég hana í búðir og svo stend ég inni í klefa á meðan hún sækir föt sem ég Á að máta. Þannig er nú það :) En ekki er það neitt sérlega skemmtilegt.
EN það sem mér finnst gaman að kaupa eru til dæmis SKÓR, smádót, barnaföt, föndurdót (sem er svo ekki notað) pennar og allskyns annað dót sem ég hef ekki mikla þörf fyrir :) híhí nóg um það.
Var ég búin að segja ykkur að MUNDI bróðir minn er að koma til mín í MAÍ og ég hlakka svo til. Ég hef ekki séð hann svo hrikalega lengi :) Hann ætlar að vera hjá mér í 10 daga og ég er farin að skoða hvert ég á að fara með hann. Hvað við eigum að gera og allt svoleiðis :) Hlakka alveg rosalega til.
Jæja elskurnar ekki meira í bili :)
Knús
Harpa í rokkstuði
06 apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Halló Superkona
vonandi heyri ég þi þér efir að ú kemur heim úr ferðalaginu þínu
Góða ferðina ;)
óóóótrúlega eru myndirnar af Sólu og villtu blómunum, fjólubláa blómið og kúlan þarna óóóóótrúlega flottar myndir !
sýning á næstunni ;)
kveðja,
Auður litlafrænka
Þú ert ofurstelpa og ofurfiskur. Farðu ofurvel með þig. Það verður ofurgaman að hitta þig aftur eftir marga mánuði. Fiskurinn ég er hins vegar búinn að skreppa með allt liðið til Hólmavíkur, eyðileggja slatta af grillkjöti og keyra suður aftur. Núna er Moselland Ars Vitis á borðinu, eða Mosfellsbæjarákavíti eins og barnið mitt kallar það. :-)
Þú ERT hinn sanni súperman! Sko, ég hef alltaf þekkt þig í bíómyndunum á vaxtarlaginu, svo mössuð. þú blekkir mig ekki baun, ha.
Vildi bara segja gleðilega páska, af því í dag er páskadagsmorgunn hjá mér. Fer svo að hekla.
Elsk, og faðm.
Skrifa ummæli