
Hæ hó eyddi nú bara sunnudeginum í leti. Lá uppi í rúmi og talaði heim á skypinu og vann einhverjar myndir.
Fór svo seinnipartin aftur að taka myndir af Jenifer jógakonu. Þetta var mjög skemmtileg myndataka, vonandi eigum við eftir að skjóta fleir myndir af henni áður en ég fer heim. Því það á eftir að taka fullt af myndum þegar hún fer að gera bókina sína fyrir alvöru. Við fórum svo eftir myndatökuna til SF og skiluðum af okku dóti sem við fengum lánað fyrir tökuna. Komum svo heim um miðnætti.
Mánudagurinn fór í að vinna hjá Mikey og svo fór ég á leirnámskeiðið, það er alveg hrikalega gaman að renna leir. Hef aldrei prófað það áður en finnst voða gaman þó að ég geti ekki neitt hehe. Manni lýður eitthvað svo vel allur útbýjaður með leirinn í höndunum. Já dámsalegt líf :)
Á morgun er frænku dagur, alltaf á þriðjudögum og við gerum vonandi eitthvað skemmtilegt.
Það á að vera einhver sala um helgina á munum frá skólanum og kannski verð ég með einhverjar myndir til sölu :) veit það ekki enþá. Hvaða mynd mynduð þið láta ef þið væruð ég :) ???
Þarf að velja eitthvað og láta stækka ef ég ætla að vera með :)
Jæja er farin að sofa
knús til ykkar
Harpa leirlistarmaður
5 ummæli:
Hvaða skóli er með sölu á myndum.Ekki spurning blómamyndir og fuglamyndir,landslagsmyndir t.d frá Íslandi myndirnar af henni Sólu eru frábærar en það er bara fyrir fjölskylduna.Auðvita verður þú með.Baráttu kveðjur frá mér
Gaddavírsmyndina ekki spurning og eins myndina af sólblóminu....geggjaðar myndir :o)
Nú og svo bara allar blóma og landslagsmyndirnar sem þú ert búin að taka...ferlega flottar,
Knús frá mér og mínum
ég :o)
já það er nú það, portret myndinar þínar eru auðvita alveg geggjaðar eins og til dæmis allar flottu myndirnar af henni Sólu og gömlu konunni frá hawai, en út frá sölulegu tilliti þá er íslenski landnámshaninn í 1. sæti hjá mér og riðgaða húsið með BLÁA himninum og ég veit að þú átt margar góðar íslenskar myndir, svo finnst mér auðvita gaddavírinn æði og eins gula myndinn - draumurinn þú veist, biðukollan á ljósborðinu er ein af mínum uppáhalds myndum, svo finnst mér að þú eigir endilega að fara með blómamyndir svona til þess að ögra sjálfri þér svolítið, sólblóm, liljur og myndin sem heitir horft til himins - hvítt blóm á bláum himni.
Vandamálið er ekki hvort heldur hvað, og þá meina ég það verður ekki auðvelt að velja úr þessu glæsilega safni sem þú átt, en harpa mín það er ekki spurning þú átt auðvita að drífa þig, ekki spurning:)
Gangi þér vel:)
kossar og knús
Gaman hvað þú ert dugleg að blogga! En ég má ekki vera að þessu, ætla að fara að gera svona jógaæfingu eins og konan á myndinni! Hälsningar från Stockholm!
Gleðilegt sumar Harpa mín (jájá ég veit að þú ert búin að vera í sumarfílíng lengi lengi lengi....en loksins fór sólin að skína hér :)
Ágústa
Skrifa ummæli