04 maí 2007

Kristianna og eg


Mikið rosalega var gaman að fá hana Kristíönnu til mín. Við vorum eins og engisprettur um alla borg :)
Fórum í skoðunarferð um SF og með cabel car, fórum út að borða á ýmsum stöðum og löbbuðum út um allt. Alveg hreynt súper dúper. Á kvöldin var svo hvíld. Verið að spjalla, horfa á imbann eða legið í rúmminu og lesið. Síðasta kvöldið hérna fór náttúrulega í það að pakka öllum fínu fötunum sem hún keypti og svo náði ég að pranga inn á hana nokkrum bókum og einhverju dótaríi sem á að fara uppí Borgarnes í geymsluþjónustuna mína þar :)
Við grilluðum svo nautakjöt og alskonar gúmmelaði sem við nutum að borða og drukkum Smirnof Ice með. Ummm voða voða gott. Svo horfðum við á Amerikan Idol og þeir þættir eru bara super duper skemmtilegir.

Jæja svo fórum við Helga og Sóla með Kristíönnu á flugvöllin og þá er sagan búin, ja fyrir utan það að ég var voða fegin að hún komst heil heim.
Núna er hún örugglega að klífa Hvannadalshnjúkinn, akkúrat í þessum töluðu orðum. Vona að það gangi vel hjá þér í öllum nýju fötunum frá North Face og með nýja hitadótið á höndunum :)

knús
eg

Engin ummæli: