26 maí 2007


Alice sendi mér mynd af Daniel í email.

Held það sé bara rétt hjá Mömugöggu það eru bara allir hættir að gefa komment á þessa síðu. Já held bara að það sé nýju ríkisstjórninni að kenna. Hugsa að það sé samsæri sjálfstæðisfylkingarinnar sem er að koma berlega í ljós hérna á síðunni minni.
Annars er nú ekki uppi á mér typpið þessa dagana. Ég nenni hreinlega ekki neinu. Fór að vinna í gær hjá Mickey, það var bara fínt eftir tveggja vikna frí. VIð Helga fórum á föstudaginn að taka myndir í einu húsi. Það var fyrir Orit sem er málari, hún málar eitthvað spes. Hún notar leir en ekki málningu, aðferðin er mexikönsk að ég held :) En ok við sem sagt erum að taka fyrir hana myndir af veggjum í hinum mismunandi húsum. Flest eru húsin öll hrikalega stór og flott, æ kannski ekki öll flott en sýna mikið ríkidæmi.

Daven krútt er hjá okkur og ekki amalegt að hafa karlmann hjá sér í stúdíóinu :)

Á morgun er Karnival og við Helga erum ráðnar til að taka myndir fyrir ákveðinn hóp. Uss var að frétta að við verðum að vera mættar klukkan níu. Uss allt of snemmt fyrir mig. Ég og Helga verðum sjóræningjar og Lexi og Daven verða sjóliðar. Það verður alskonar lið því þetta er svon Brasilískt karnival. :) Gaman að því :) hlakka til :)

Vá var að fá símtal frá Munda bróður. Hann er kominn heill á höldnu til Holstebro og Daniel voða ánægður að fá pabba heim. Mundi sagði að Daniel (sem er nýbyrjaður að æfa fótbolta) var að keppa í fótbolta á Heimsmeistaramóti leikskólabarna í Holstebro. Haldiði ekki bara að strákurinn hafi ekki komið í sjónvarpinu því að hann skoraði mark :) Ekkert smá flott hjá honum :) Harpa frænka voða montin ;) og ég hlakka alveg hrikalega til að koma heim í sumar og hitta stráksa í ágúst :)

Ég ætla að fara í dag og kaupa mér jógamottu því ég er alltaf að drepast í hálsinum og herðunum og er að hugsa um að fara að teygja á hverjum degi og gera einhverjar æfingar. Nú svo er alltaf hægt að nota mottuna í sólbaðið hehe :)

knús og kossar

Harpa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi strákur er sætur eins og pabbi sinn!!Líst vel á teygjur á jógamottunni. Og ég veit vel að grallarapúkinn sjálfur þarf að læra að láta sér leiðast stundum- það er hollt og endurnærandi að leiðast. Það er svo hrikalega gott þegar það er búið- veit að það að hafa lítið að gera hjá grallarapúkanum þýðir sama og leiðindi...Eða er það breytt eftir dvölina ytra? Ég er samt ekki að meina að ég haldi að þér leiðist svona almennt, nei alls ekki. Ég man bara eftir órólegu tímabilunum þegar lítið var í gangi það var grallarapúkanum erfitt ef ég man rétt.
Ég átti frídag í dag!!! það er að segja gat gert eitthvað sem mig langaði. Og ég fór með Jóhönnu mína í búðir í R-vík og fór sjálf í nudd-heilun. ÞAÐ var nákvæmlega það sem ég þurfti eftir þessa vinnutörn...dásamlegt að láta bara aðra hreinsa skítinn sem safnast upp í álaginu sem er á manni, ha. Nei, nei, ekki hugsa það einu sinni,.. maður breytir ekki áætlunum þó að álagið sé mikið og manni finnist ekki neitt annað sem maður gerir en að vinna, borða, hvíla sig og sofa...Íslenskir víkingar standa sig...og við erum sko ekta víkingar elsku frænka mín...báðar tvær.