08 maí 2007

Hvað ætlarðu að kjosa

Ég fékk sendan tölvupóst með spurningunni hvað ætlarðu að kjósa og svo fylgdi linkur sem ég fór inná og gerði einhverja könnun :) http://xhvad.bifrost.is/
þetta kom út úr könnuninni hjá mér:


Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 60%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 16%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Framsóknarflokksins!



Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem hefur verið hvað lengst starfræktur en hann var stofnaður árið 1916. Uppruna flokksins má rekja til þess er tveir flokkar runnu saman; Bændaflokkurinn og Flokkur óháðra bænda. Flokkurinn var fyrst og fremst hagsmunaflokkur bænda og var aðallega skipaður af þeim. Tvær meginstoðir voru lengst af kjarninn í flokknum. Annarsvegar hagsmunahópur bænda og hinsvegar menn er tengdust vikublaðinu Tímanum sem hafði sterk tengsl við ungmennahreyfinguna og samvinnufélögin. Hreyfingin vildi ekki að flokkurinn væri einskorðaður við það að vera hagsmunahópur bænda heldur ætti hann að hafa áhrif á fleiri þætti hins íslenska samfélags. Stjórnmál á Íslandi, á þeim tíma sem Framsóknarflokkurinn var stofnaður, snérust fyrst og fremst um sjálfstæðismál og var krafist algjörs fullveldis í fyrstu stefnuskrá flokksins. Það sem Framsóknarflokkurinn vildi þó leggja hvað mestu áherslu á var efling landbúnaðar á Íslandi svo sem nýtingu vatnsafls og verslun sem byggði á samvinnuhreyfingunni.
Framsóknarflokkurinn hefur í gegnum mest alla 20. öldina verið næst stærsti flokkurinn á þingi, á eftir Sjálfstæðisflokknum. Eftir mikla fólksfækkun í sveitum landsins hefur flokkurinn þurft að leita á önnur mið í leit eftir atkvæðum. Fylgi hans hefur aldrei verið mjög mikið í Reykjavík og sækir hann sitt mesta fylgi á landsbyggðina. Framsóknarflokknum hefur jafnframt reynst auðvelt að mynda ríkistjórn með flestum flokkum. Hann hefur bæði getað starfað til vinstri og hægri. Þess vegna er ekki auðvelt að staðsetja hann á hinum línulega kvarða. Einn áhrifamesti formaður flokksins, Hermann Jónasson, sagði að....,,stefna flokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram.” Að skilgreina Framsóknarflokkinn sem bændaflokk væri ef til vill óviðeigandi í dag þar sem eðli flokksins hefur breyst. Hann hefur þurft að aðlaga sig að breyttri
samfélagsskipan og hefur því færst nær frjálslyndum og íhaldssömum flokkum í seinni tíð.


ha ha ha nú hlýtur pabbi að vera glaður :) já endilega takið prófið og sjáið hvar þið standið :) Ég hélt fyrst að ég væri með 62% með sjálfstæðisflokknum og fékk alveg sjokk en sjúkket NEI ENGINN SJÁLFSTÆÐISBULLA HÉR SKO :)

EN JÁ BÆJÓ Í BILI ER AÐ FARA AÐ BERA Á MIG SÓLARVÖRN :)

HARPA

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha já kjósum framsókn... ég veit um fullt af fólki sem er búið að gera þessa könnun og ALLTAF kemur framsókn en já við bara þurfum að koma Hérdísi á þing ;) Ég veit ekkert hvað ég á að gera vegna þess að ég hef ekki fylgst neitt með þessu og veit ekki ienu sinni hverjir koma til greina á öllu þessu svæði ;) en það eru nokkrir dagar til stefnu til að komast á þessu eða bara segja úllen dúllen doff og kjósa Ómar Ragnarsson hehe
en gaman að heyra í þér í dag tíminn líður alltaf svo hratt þegar við erum að tala saman enda alltaf svo gaman hjá okkur ;)
Knus og kossar

Nafnlaus sagði...

núnú mín bara með ritgerð, varstu lengi í heimildarvinunni?

var einmitt að fá símtal rétt í þessu frá framsóknareinhverjum sem minnti á að aðeins vantaði örfá atkæði til að koma höskuldi þór inn, og taldi svo upp hans áherslur og ágæti og benti mér á kostningakaffið og vökuna sem verður á vélsmiðjunni á lau. spennandi, en ég verð einmitt að vinna :) ég þakkaði bara voða vel fyrir en er engu nær hvað ég ætla að kjósa, því rétt eins og hún ásbjörg mín þá hef ég ekki sett mig á kaf í þessi mál, en ... ég fer og kýs eitthvað en hvað það verður???

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín.Það er slæmt að þú skulir ekki kjósa. Ég veit að vinkonur þínar fyrir norðan leggja okkur lið. Ása!! Auðvitað styður þú Herdísi. Hver á að styðja hana frekar en Skagfirðingar??
Áfram Framsókn.
Kveðja Mammagagga

Nafnlaus sagði...

Langt síðan ég kíkti á síðuna þína elskan, alltaf jafn gaman að lesa frásagnir þínar. En ég er líka búin að gera prófið kom mér ekki á óvart með þá niðurstöðu auðvitað VG
Framsókn er nú alveg búin að vera, nóg komið að þeirri vitleysu þó að það sé alveg ágætis fólk í flokknum. En ég ætla ekki að vera með neinn áróður vil bara sjá breytingu hér á Íslandi og fleiri fái að græða og hafa þeð gott.
Opna húsið og sýningin er búið að vera og tókst svaka vel,nú eru bara veislur framundan útskrift,ferð ofl gaman.
Evrovision kveðja áfram Eiríkur
ÞJJ

Nafnlaus sagði...

Knús knús
alveg hætt að hitta á þig á msn vona samt að það verði fljótlega
er farin að sakna þin risalega en vona að þið systkinin hafi það gott
saknaðarkveðjur