02 október 2006

Ótrulegustu typur

Það er nú alveg ótrúlegt hvað ég hef hitt margar tegundir af fjölskyldum hér og týpum af fólki. Á þessum stutta tíma mínum er ég t.d. búin að hitta þessi fjölskyldumynstur:
mamma, pabbi, barn. Pabbinn er djassleikari með stutt brúnt hár og hanakamb, mamman var áður gift manni og þau áttu tvo hunda og núna skiptast þau á vikulega að hafa hundana. Kræst!! Ö bæ ðe vei ég er að passa strákinn þeirra núna.
Tvær mömmur og barn. Eins og Lexi, Helga og Sóla. Mjög normal fjölskylda hér. Já og þeim fylgir líka einn hundur og einn köttur og frænka frá Íslandi í bakgarðinum.
Tvær mömmur barn og tveir pabbar! Humm mömmurnar hafa barnið 70% tímans en pabbarnir afganginn.
Tveir pabbar og barn. Voða krúttilegur læknir og maður hans. Hef svo sem ekkert um það að segja nema það er ömurlegt að sjá alla þessa flottu kalla endilega með öðrum köllum hehe.
Svo er ég búin að sjá fólk í öllum litum og sem aðhyllast öllum trúarbrögðum líka. T.d. svarta, mexikóa, hvíta og gula. Indíána, gyðinga, Kristna og ég veit ekki hvað.

Nóg af þessu í bili
Kveðja
Harpa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jább, fjöllitaðir kynvillingar og þeim líður vel. Ekkert nema gott um það að segja.

Guðbjörg Harpa sagði...

Já mér finnst þetta nú skítlegt komment! Enda þorirðu ekki að skrifa nafnið þitt undir! Ætli mér finnist ekki bar a þeir sem geta verið ofaní hvers manns/konu buxum meiri kynvillingur en þeir sem ég er búin að hitta sem elska maka sinn og eiga með honum fjölskyldu. Skamm skamm