09 október 2006

Opið bref til Jons broðurs

Elsku Jón minn!
Takk fyrir að vera svona duglegur að kommenta.
Frúin þín tók við myndavélinni þinni, Nei sorrý það var linsan, ö skilaði henni síðar. Ég kom með myndavélina þína alveg pottþétt til þín og ljósaborðið þitt og litlu ljósmyndabókina líka. Það var allt saman í poka.
Nei ég er ekki enn búin að kaupa myndavél en við Helga erum online að skoða híhí! Veistu hvort að hægt sé að tengja 5D við tölvu og taka beint þannig?
Nei ég vissi nú ekki að ég ætti að leita að þessari átlett búð fyrir þig!!!
Humm já ha ljósmyndanám ha hvað hehe nei nei held að það sé allt að ganga ég er til dæmis búin að vera að taka myndir af málverkum í allan dag.
Til hamingju með fyrsta leiksigurinn á ljósvökunum elsku frænka mín (viltu skila þessu til hennar)

Já og aftur hummmm hvað er með þetta að koma heim um jólin ég er ekkert að koma heim um jólin, ætla að prófa útlensk jól í fyrsta skipi (segir hún og kyngir munnvatni)
En ég helda að bhphotovideo séu ódýrastir.

Knús til ykkar allra
Harpa besta systir hehe

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku systir. Smá miskilningur með þetta að þú komir um jólinn sorry. Það verður gaman fyrir þig að vera úti um jólinn. Er þá ekki metnaðurinn þinn að vera með mest skreytta húsið þessi jólinn?? Hvernig er annars að keyra þarna úti sá að þú ert búinn að keyra smá, verður þú orðinn góð þegar ég kem (vonandi) næsta sumar þannig að ég verði bara með einkabílstjóra sem þekkir allt og alla þarna?? Þú mættir taka fleiri myndir af Hörpu höll þannig að við hér á klakanum sjáum almennilega hvernig þú býrð. Eða er þetta kanski klósettið og rúmið. Þú þarft náttúrulega ekkert meira :) Einnig væri gaman að sjá myndir úr stúdióinu sem þú varst að tala um og kannsi einhvað af því sem þú ert að vinna við krúttið mitt. Þú verður bara að afsaka hve spenntur ég er. Lofa að röfla ekki mikið næstu daga. kv Jón bróðir