20 október 2006

Arkitekturamyndir

Jæja fór í fyrstu myndatökuna í dag sem ekki er tekin hér í stúdíóinu.
Helga var að taka myndir af þremur baðherbergjum og einu eldhúsi. Þetta var í svaka húsi í San Francisco á fjórum hæðum. Íbúð á neðstu hæðinni sem leigð var út. Við fórum ekki inn í hana en það er búið að gera hana alveg upp. Eldhúsið var rosalegt. Hann hefur víst mikinn áhuga á eldamennsku annar gaurinn (sko hommar sem eiga húsið) hann er einhver mikill kall í óperunni í SF. JÁ sko það voru t.d. sex gashellur. Það var náttúrulega risastór amerískur ísskápur, tveir stórir ofnar. Það var lítill ofn þar til að hita diskana upp. Það kannast náttúrlega allir við það hvað það er óþolandi að hafa diskana kalda heima hjá sér. Það var ein stór uppþvottavél og tvær litlar. Já mamma held að þú getir nú farið að fá þér eins og eina uppþvottavél, þegar gæjar í SF eru með þrjár í sama eldhúsinu! Það voru tveir risavaskar og 20 innstungur. Pæliði í því að hafa tuttugu innstungur í einu eldhúsi.
Svo tók Helga myndir af þremur klósettum eitt sem var við hlið eldhússins og var það pinkulítið bara klósett og vaskur voða flott
Á hæðinni fyrir ofan var klósett og gufubað og vaskur, já ekkert smá að hafa gufubaðsklefa heima hjá sér. Efst uppi var svo klósett vaskur og kínveskt bað. Það er þannig að maður getur staðið eða setið í því. Rosalega djúpt sem sé, ekki þetta venjulega bað eins og við eigum að venjast. Á efstu hæðinni var hinn gaurinn (ekki óperugaurinn) með myndlistarstúdíó. Hann var með geymslu með ýmsum myndum og svo var hann með stórt svæði þar sem hann var með olíumálningu en svo var aðeins minna herbergi með vatnslitamálningu. Þetta verður alveg svkalega flott þegar þeir eru búnir að taka þetta allt í gegn en þeir eiga svo sem svolítið mikið eftir. En eru búnir að gera alveg rosaleg mikið, málarinn sýndi mér gamlar myndir sem þeir tóku þegar þeir keyptu húsið og það er þvílíkur munur. En að taka svona arkitektúramyndir í pinkulitlum herbergjum er ekkert grín. Helga t.d. eyddi heillöngum tíma ofaní baðkerinu kínverska með þrífót og allt draslið (nóta bene það var ekkert vatn og þægindi í það skiptið) en það var gaman að fara svona út og aðstoða við myndatökuna og sjá meistarann að störfum.

Já hún Ingibjörg amma mín er 94 í dag og við Helga hringdum í hana. Hún spurði Helgu bara hvort að ég hlýddi henni nokkuð??? skil nú ekkert hvað hún er að meina með því! Ég hlýði alltaf því sem mér er sagt, eða er það ekki!

Nú á morgun förum við hér uppí sveit 2-3 tíma í burtu og heimsækjum afa og ömmu Sólu það verður örugglega fínt.

Knús og sólarkveðjur
Harpa

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með ömmu Ingu:)
Þetta er alveg ótrúlegt með húsnæðið sem þið voruð að mynda. Hvað er eiginlega málið með eldhúsið? En svona come to think of it þá þurfa svona óperukarlar auðvitað mikið að borða (a.m.k. ef hann var eitthvað líkur honum sæta-pæta Pavarotti mínum sem er náttúrlega í uppáhaldi hjá mér þó ekki væri nema bara fyrir útlitið; bara sætur, svona góður sjóræningi þú veist.) Og svo kemur það í eðlilegu framhaldi af því að það hlýtur að vera nauðsynlegt að hafa salernismálin á hreinu þegar kemur að því að skila af sér öllum matnum!Og þá er nú betra að hafa þrjú en ekki neitt!!!
En hvernig er það, ert þú að mynda sjálf og fá tíma/reynslu eða hvað það nú er fyrir þessi verk. Þetta er náttúrlega skóli að fylgjast með Helgu að störfum en hvernig er þetta fyrir þig sjálfa?
Knús og kossar úr firðinum og ég tek undir áðurskrifað: endilega njóttu sólarblíðunnar, ég hef ekki enn þorað að endurnýja kaup á hitamæli, held ég fái taugaáfall ef ég vissi hvað það er kalt þegar ég fer út á morgnanna! Hef gert heiðarlegar tilraunir til að líta aðeins skárr út með því að nota brúnkukrem en trúðu mér; það er ekki að koma vel út þegar þetta drasl nánast frýs utan á manni!!!!

Nafnlaus sagði...

Aulinn þinn, amma Inga meinti hvort Sóla hlýddi þér nokkuð!!! Þú ert nú meiri jólinn.

Æ æ æ... ég fæ alveg voðalega íllt í hjartað að sjá allar þessar sætu og fallegar myndir af ykkur. Er byrjuð að safna fyrir fluginu...!

Fyrir Lexi:
You idiot, grany Inga asked "Is she obeying?" Not if you are obeying Helga, N!! We know you'd never obey her, but her point was if our darling Sola is actually obeying you, Harpa! We are just checking if she is a true Svanshol-lady... meaning - not taking no crap from nobody. Like our true ancestor Hallgerður langbrok. Yeah well that is a long story. You'd have to read Njala Saga to understand.

Anyways, we miss you thi-----------s whoooooooole bunch. We have invested in an extra large piggy-bank and are all saving up to come for a visit in 2007. So invest in lots of mattresses! :-D

Hugs from Svanshol
(VRO)

Nafnlaus sagði...

HÆ hæ frænka.
Rosalega er ég ánægð með Jón frænda, að bjóða konunni bara út og koma öllum á óvart! Ég var svo að skoða myndir og sé að þér líður vel og að þú nýtur lífsins.

Gangi vel og heyrumst síðar.
Skilaður kveðju til Helgu :-)

Bæjó Hraldur í Köben

hannaberglind sagði...

já þetta er líka kannski bara spurnig hvað fólk gerir við peningana þegar það á endalausa stabla af því?
ég væri til í að eiga þó það væri ekki nema önnur lítla uppþvottavélin, já og svo hljómar þessi diskahitari ótrúlega dekrað en áður en ég myndi splæsa honum á mig þá myndi ég kannski frekar koma að heimsækja þig mín kæra, ja ... ég myndi alla vegana hugsa mig vel um:)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ gamla mín!
Gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá þér og hvað þú ert ánægð.......ég sé á myndinni hérna á síðunni að þú nýtur lífsins til fulls, komin í litrík föt og farin að púa kúbanska vindla!!!
EN annars verð ég nú að segja þér að hér í nesinu er sko bara sól og blíða dag eftir dag og ekki nóg með það...það er sko líka "skíta kuldi" :o)
EN þangað til næst hafðu það gott kella mín og vertu dugleg að blogga það er svo gaman að lesa þetta :o)
Knús frá öllum á Böðvó
ég

Nafnlaus sagði...

Ég er rosalega stoltur af þér bestasta besta vinkona, að þú sért að upplifa svona skemmtileg ævintýri í usa:)
og ég get sko staðfest að þú hlíðir alltaf öllu;)(EÐA EKKI)
En eru eigendur hússins annars sætir eða?? hehehe
Annars höfum við það mjög gott í snjónum á Dalvík:)