Sunnudagurinn 1 október
Í dag fór ég á Indíánahátið. Hún var haldin hér rétt heima hjá okkur. Þetta var einhverskonar helgiathöfn en einnig keppni á eftir. það var keppni um fallegustu búningana og líka hvernig þeir dönsuðu. Ekki veit ég hvernig dómar fóru fram né hvernig leikar fóru en þetta var að minnsta kosti upplifelsi og mjög gaman. Ég tók myndir sem þið getið séð á myndasíðunni minni http://www.flickr.com/photos/harpaingimundar/
Tók mynd af einum indíána og í staðin varð ég að kaupa handa honum kaffi! við fórum því á kaffihús eftir leikana og það var rosalega gaman. sátum á litlu kaffihúsi ég á bol og hnébuxum en hann í fullum herklæðum. Við skildum hvort annað ekki mikið því að hann var mun verri í ensku en ég. En ég skildi þó þegar hann sagði þú koma heim með mér? og hann skildi þegar ég sagði NEI NEI og ég skildi þegar hann sagði jújú nóg pláss með mömmu hænunni og öllum hinum dýrunum! Nei grín ég fór nú bara í einhverja röð til að ná í kaffi handa honum og lét dóttur hans fá kaffið! en hin sagan var mun skemmtilegri en það er nú ekki amalegt að vera búin að bjóða Indíána í kaffi ekki einu sinni búin að vera hér í tvær vikur hehe
en jamm set inn hér eina mynd af indíánanum.
Knús í krús
Harpa bláeygða
3 ummæli:
Harpa mín ég komst inn á síðuna með hjálp.Gaman að sjá þetta allt.Fékkstu tölvupóstin frá mér.kveðja mamma
hehe þú ert alltaf jafn góð að gera sögurnar meira spennandi...
en þú hefur þó boðið indjána í kaffi hehe
en muna að taka mynd af sæta lækninum næst ;) sko á barnum..
knús knús
hæ sæta mín
flott nýja síðan, veit ekki hvort mér finnst þú eða indjáninn flottari, hehe
hafðu það gott og passaðu þig á læknunum
kossar og knús
Hanna Berglind
Skrifa ummæli