08 október 2006

ja ja kominn sunnudagur!


HVA! voðalega er þetta fljótt að líða!
Ummm á föstudaginn vorum við með kjöt í karrý að borða. það er uppáhaldið mitt og Helga er rosalega hrifin af því líka. En ótrúlegt en satt þá er Lexi ekki hrifin af gulu karrýi en hún eldar úr rauðu karrýi, ekki veit ég munin á því en fæ sjálfsagt að kynnast því bráðum. En við átum allar á okkur gat og vel það. Ég gerði líka þessa hrikalega góðu karrýsósu eftir að hafa meilað í eldhús mömmu á Íslandi. Jamm trúiði því ég þarf að hringja í mömmu í hvert skipti sem ég bý til sósu! Það segir nú allt um eldamennskuna hjá mér!HUmm! Hefði nú ekki þótt gott efni í húsmóður hér áður fyrr, hússtjórnarskólagengin ha!
Ég fór á laugardaginn með Lexi og Sólu yfir til San Francisco. Við fórum með ferju (nokkurskonar hraðbát) Við fórum á stóran útimarkað og Lexi keypti allskyns varning. Svo borðuðum við úti á mexikönskum veitingastað. Rosalega góður matur einhverskonar pönnukökur með baunum, avakadó og salati. VIð fórum svo aftur heim með ferjunni og fórum í smá bíltúr um hverfið. Þær eru voða duglegar að fara með mig hitt og þetta og sýna mér staði sem ég get farið með Sólu og svo bara sjálf ef mig langar það. Hef nánast ekkert farið ein og sjálf að kanna umhverfið. Veit ekki útaf hverju ég er svona rög við það núna,ekki líkt sjálfri mér að fara ekki hingað og þangað. Sjálfsagt vegna þess að ég hef Helgu og Lexi mér til halds og trausts. En ég ætla að fara með lestinni til San Francisco um næstu helgi ef við erum ekki að fara eitthvað annað. Drífa mig að fara að eyða deginum ein einhversstaðar. Það sem eftir lifði af laugardeginum fór í að taka til í stúdíóinu horfa á Tv borða og taka meira til.
Í dag sunnudag settum við helga upp stúdóið og ég reyndi að taka andlitsmyndir (prufur) af Sólu. það gekk nú hálf brösulega því að filmurnar (poloroid) voru ónýtar og ekkert kom á myndirnar. Allar svarthvítu voru ónýtar en svo prufuðum við lit og ég gat prófað mig pínu áfram þar því að þær voru næstum því ok. Við ætlum kannski að prófa aftur í fyrramálið eða á þriðjudaginn.
Mamma og pabbi hringdu í dag, Óvænt og ánægjulegt að heyra í þeim. Það er svo skrýtið að ég hef varla fundið fyrir heimþrá nema bara þetta eina skipti um daginn. En alltaf þegar ég tala við pabba þá klökna ég og fæ tár í augun. Veit ekki hvað það á að fyrirstilla!
Það hafa nokkrir beðið mig um adressuna mína og símanúmer og hér kemur það

GHI
4244 Suter Street
Oakland 94619
California
Usa

Svo er síminn hér 510 532 7076 Held þið hringið í oo1 fyrst?

Ö svo er ég með gemsa æ man ekki númerið á honum segi það á morgun hehe

knús og kossar á sunnudagskvöldi eða hvenær sem þið lesið þetta

Harpa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Harpa. Er námið bara farið út um gluggan, kannt ekki að búa til sósur og átt í erfileikum með að taka andlitsmynd. Að léttara hjali er bara æðislegt að vera þarna úti. Eða er þetta hálf ömurlegt sem ég efast um og miða við hvað þú skrifar hér. Þú hefur ekki enn frætt okkur íslendingan á því hvort þú sért búinn að fá þér vél eða ekki. ég er aðeins að spá í að fá mér EOS 30 þú skoðar kannski fyrir mig hvar er gott að kaupa þarna og þú kaupir kannski fyrir mig og kemur með um jólinn. Smá fréttir héðan Elínrós var að enda við að leika í smá auglýsingu fyrir fjáröflunnarverkefni og að sjálfsögðu rúllaði hún því upp. Bið að heylsa stelpunum. kv jis

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísa!
Gaman a fylgjast með þér. Það er ennþá ástand í leikskólanum,Ingibjörg stakk af til útlanda í 2 vikur eintómt kæruleysi,nei nei auðvitað stjórna ég þessu öllu eins og vanalega ha ha. En við erum að loka kl 16 alla daga núna.´En það eru einhverjar að koma í viðtal á næstunni.
Já þetta eru svolítið sérstök fjölskyldumynstur þarna eins og þú talar um. Maður þarf örugglega smá tíma að venjast þessu.
Knús frá okkur Ella.