27 október 2006

Ha! Aftur komin föstudagur?


Vá ég sem ætlaði að blogga aftur á mánudagskvöldið. Humm en já sem sagt það var geggjað í sveitinni. Ég sveitatúttan lærði ýmislegt nýtt. Vissuð þið til dæmis að Valhnetur og möndlur yxu á þokkalega stórum trjám??? Það vissi ég ekki en veit núna. Pat (amman) gaf okkur fullt af valhnetum úr garðinum sínum og svo fórum við út að týna möndlur saman áður er við lögðum af stað heim. Hrikalega krúttað, tra la la ég er farin út að týna möndlur. Ég meina kommon, þetta er ótrúlegt.
Humm en það er bara búið að vera fínt veður náttúrulega, ég búin að læra að gera geðveikt góða salatdressingu, enda étur maður næstum hálfan kálhaus hér í einum matmálstíma já allt er vænt sem vel er grænt eins og Denni (Steingrímur Hermans) sagði hér í denn, hehe. Já er ekki best að gefa ykkur svona viku yfirlit núna
Mánudagur: var leið, heima að vinna myndir, hringdi í mömmu
þriðjudagur: Dúllaði með Helgu og Sólu fyrir hádegi, vann myndir, passaði Sasha eftir hádegi
miðvikudagur: passa Sólu, fór með Helgu að skoða Jógakonuna sem við erum að fara að taka myndir af 44 ára og í geðveiku formi, þaðan að taka myndir af listasafni komum seint heim beint að sofa
fimmtudagur: passa Sólu frá kl 06.00 því Helga fór að taka myndir á Safninu, Keyrði út í IKEA og göngugötu, (alveg sjálf) hrikalega montin að rata aftur heim
föstudagur: vaknaði kl 05.00 fór að taka myndir með Helgu og Anítu (samstarfskona Helgu í ljósmynduninni) af Listasafninu, tókst vel, geðveikt gaman að vera þegar sólarupprás er, sjá litabreytinguna og byrtuna koma. Fórum til Mikey, dúkalögðum eitt herbergi ( JÁ VIÐ STELPURNAR) hrikalega flott hjá okkur. Fórum að ná í filmur í framköllun, flottar myndir hjá Anítu og Helgu. Er að passa Sólu því Helga og Lexi fóru í bíó, dúllan er sofandi og ég að borða ís, horfa á%

Engin ummæli: